8. nóvember 2016
Forysta SGS sækir aðildarfélögin heim
Á næstu vikum og mánuðum mun forysta Starfsgreinasambandsins, þ.e. formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri, leggja land undir fót og heimsækja öll 19 aðildarfélög sambandsins. Forystan mun ræða við stjórnir, og í einhverjum tilfellum trúnaðarráð líka, um störf SGS, starfsemi hvers félags fyrir sig, áherslur til framtíðar og annað sem félögin óska eftir að taka til umfjöllunar. Fyrir áramót verð…
31. október 2016
Virðum störf hótelþerna!
Það er ekkert launungarmál að störf hótelþerna eru hótelgeiranum gríðarlega mikilvæg. Hótelþernur þurfa að axla mikla ábyrgð og álagið á þeim er oft á tíðum mjög mikið. En þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi hótelþerna eru störf þeirra engu að síður vanmetin. Um þessar mundir standa alþjóðleg samtök launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði (IUF) og aðildarfélög þess fyrir átaki undir yfirskrif…
31. október 2016
Átta ályktanir samþykktar á þingi ASÍ
Á 42. þingi ASÍ fór fram umsvifamikil málefnavinna í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Fjögur meginþemu voru til umfjöllunar; nýtt kjarasamningslíkan, velferðarmál, mennta- og atvinnumál og svo vinnumarkaðs- og jafnréttismál. Á lokadegi þingsins, 28. október 2016, var málefnavinnan dregin saman í ályktanir sem lagðar voru fyrir þingfulltrúa og samþykktar. Eftir…
31. október 2016
Forysta ASÍ endurkjörin
Forysta ASÍ var endurkjörin einróma þegar forseta- og varaforsetakjör fór fram síðasta dag þings Alþýðusambandsins sl. föstudag. Engin mótframboð bárust. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins í fjórða skipti en hann hefur gegnt embættinu frá október 2008. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, er áfram varaforseti við hlið Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR en þau hafa gegnt…
27. október 2016
42. þing ASÍ - sókn til nýrra sigra!
42. þing Alþýðusambands Íslands hófts í gær á Hilton Reykjavik Nordica, en þingið stendur yfir í þrjá daga. Seturétt á þingi ASÍ eiga samtals 292 þingfulltrúar og er þeim skipt milli aðildarfélaga með beina aðild og sambanda í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra. Auk þess eiga 9 fulltrúar ASÍ-UNG seturétt á þinginu. Starfsgreinasambandið á 115 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfé…