6. nóvember 2024
Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóvember
Um síðustu mánaðarmót tóku gildi nokkur ný kjarasamningsbundin ákvæði hjá fólki sem starfar eftir kjarasamningum SGS við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
18. október 2024
Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ
Rétt í þessu lauk þriggja daga þingi Alþýðusambands Íslands þar sem Finnbjörn A. Hermannsson hlaut endurkjör í embætti forseta sambandsins. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags var kjörin í embætti annars varaforseta ASÍ. Í embætti fyrsta varaforseta var kjörinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og í embætti þriðja varaforseta var kjörin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
16. október 2024
46. þing ASÍ sett í dag
Þing Alþýðusambands Íslands var sett í morgun, í 46. sinn, undir yfirskriftinni Sterk hreyfing, sterkt samfélag. Meiri hluti þessa fyrsta þingdags var opin gestum og boðið upp á fjölda fyrirlestra, erinda og pallborða tengd þeim málefnum sem munu svo verða til umfjöllunar á þinginu næstu daga.
Þingið sitja 71 fulltrúi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og er þeim óskað góðs gengis í þeirri vinnu sem framundan er næstu daga.
9. október 2024
Verkalýðsfélag Akraness fagnar 100 ára afmæli
Í dag, 14. október fagnar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) 100 ára afmæli sínu. Aldarafmælinu hefur verið fagnað á ýmsan hátt, opið hús var á skrifstofu félagsins sl. föstudag þar sem boðið var upp á léttar veitingar og sýndar myndir og munir tengdir sögu félagsins. Um kvöldið var félagsmönnum svo boðið á tónleika í Bíóhöllinni.
9. október 2024
Formaður SGS á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, mætti á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær í þeim tilgangi að reifa afstöðu SGS vegna fyrirhugaðra áforma stjórnvalda um lækkun og afnám framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða. Samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025 er lagt til að á árinu 2025 renni framlagið eingöngu til lífeyrissjóða með þyngstu örorkubyrðina en þar er átt við lífeyrissjóði þar sem hlutfall örorkuskuldbindingar af framtíðarskuldbindingu er einu prósentustigi yfir meðaltali örorkuskuldbindingar sjóðanna.