28. desember 2012
VSFK 80 ára!
Í dag, 28. desember 2012, fagnar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 80 ára afmæli sínu. Starfsgreinasamband Íslands óskar félögum á Reykjanesi innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Megi félagið dafna um ókomna tíð, verja rétt launafólks og sækja fram til aukinna lífsgæða í framtíðinni.
20. desember 2012
Desemberuppbót og fæðingarorlof
Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að í flestum kjarasamningum er skýrt kveðið á um það að eftir eins árs starf teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning orlofs- og desemberuppbóta. Nokkuð hefur borið á því að starfsfólk í fæðingarorlofi hafi ekki fengið desemberuppbót greidda og því vill SGS árétta framangreint.
Desemberuppbót skal greiða…
17. desember 2012
Laun um jólin
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:
aðfangadagur eftir kl. 12,
jóladagur,
gamlársdagur eftir kl. 12,
nýársdagur.
Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum s…
13. desember 2012
Auðveldast að fá vinnu á Íslandi
Í Svíþjóð búa hlutfallslega flestir af erlendum uppruna en á Íslandi eru hlutfallslega flestir af erlendum uppruna í vinnu. Þetta kemur fram í úttekt Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) sem greint var frá í Norrænu vefriti um atvinnumál (http://www.arbeidslivinorden.org). Í greininni kemur fram að hlutfall íbúa af erlendum uppruna er hæst í Svíþjóð eða 14% en lægst í Finnlandi eða…
11. desember 2012
Fésbókarsíðan Vinnan mín
Starfsgreinasamband Íslands hefur stofnað fésbókarsíðuna Vinnan Mín og mun þar miðla molum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði svo sem um orlof, veikindarétt, lágmarkskjör, kjarasamningsbundnar hækkanir, þjónustu stéttarfélaga og fleira. Kíkið á síðuna og látið hana berast um víddir fésbókarinnar: http://www.facebook.com/vinnanmin