21. desember 2016
2,4% atvinnuleysi í nóvember
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.900 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í nóvember 2016, sem jafngildir 84,2% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 197.200 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%. Samanburður mælinga fyrir nóvember 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan…
21. desember 2016
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu á nýju ári.
Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin milli jóla og nýárs skv. venjulegum opnunartíma (09:00-16:00). Jafnframt er hægt að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
12. desember 2016
Niðurstöður könnunar Flóabandalagsins - aukin tækifæri og meira starfsöryggi
Niðurstöður árlegrar Gallup-viðhorfskönnunar meðal félagsmanna Flóans liggja nú fyrir. Að þessu sinni bættist fjórða stéttarfélagið í hóp Flóafélaganna - Stéttarfélag Vesturlands, en Efling, Hlíf í Hafnarfirði og VSFK í Keflavík hafa um árabil framkvæmt sameiginlega viðhorfskönnun. Niðurstöðurnar hafa mikla þýðingu fyrir stefnumótun félaganna þar sem að þær endurspegla viðhorf félagsmanna til kjar…
12. desember 2016
Gáttin – Ársrit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Nýlega kom Gáttin, ársrit um framhaldsfræðslu, út í þrettánda sinn en Gáttin er vettvangur umræðu um nám fullorðinna og starfsmenntun á Íslandi og er gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ár hvert í tengslum við ársfund fræðslumiðstöðvarinnar. Markmið ársritsins er að efla umræðu um framhaldsfræðslu á Íslandi. Enn fremur safna saman og miðla reynslu og kynna það sem efst er á baugi í kennslufr…
7. desember 2016
Síðasti formannafundur ársins
Næstkomandi föstudag (9. desember) heldur Starfsgreinasambandið sinn síðasta formannafund í ár og fer hann að þessu sinni fram í Reykjavík. Um er að ræða fimmta formannafund SGS í ár, en til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS, alls 19 talsins. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna lífeyrismál, vinnustaðaeftirlit, niðurstöður þings ASÍ o.fl. Áætlað er að funduri…