31. október 2016
Átta ályktanir samþykktar á þingi ASÍ
Á 42. þingi ASÍ fór fram umsvifamikil málefnavinna í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Fjögur meginþemu voru til umfjöllunar; nýtt kjarasamningslíkan, velferðarmál, mennta- og atvinnumál og svo vinnumarkaðs- og jafnréttismál. Á lokadegi þingsins, 28. október 2016, var málefnavinnan dregin saman í ályktanir sem lagðar voru fyrir þingfulltrúa og samþykktar. Eftir…
31. október 2016
Forysta ASÍ endurkjörin
Forysta ASÍ var endurkjörin einróma þegar forseta- og varaforsetakjör fór fram síðasta dag þings Alþýðusambandsins sl. föstudag. Engin mótframboð bárust. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins í fjórða skipti en hann hefur gegnt embættinu frá október 2008. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, er áfram varaforseti við hlið Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR en þau hafa gegnt…
27. október 2016
42. þing ASÍ - sókn til nýrra sigra!
42. þing Alþýðusambands Íslands hófts í gær á Hilton Reykjavik Nordica, en þingið stendur yfir í þrjá daga. Seturétt á þingi ASÍ eiga samtals 292 þingfulltrúar og er þeim skipt milli aðildarfélaga með beina aðild og sambanda í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra. Auk þess eiga 9 fulltrúar ASÍ-UNG seturétt á þinginu. Starfsgreinasambandið á 115 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfé…
24. október 2016
Til hamingju með daginn konur – baráttan heldur áfram
Í dag 24. október er kvennafrídagurinn - dagurinn þar sem konur meta árangur jafnréttisbaráttunnar og brýna sig til frekari baráttu. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði er enn staðreynd. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur…
21. október 2016
Morgunfundur um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Þriðjudaginn 25. október heldur Vinnueftirlitið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, morgunfund um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá kl. 8:00 til 10:00. Fundurinn er öllum opinn, en þátttökugjald er kr. 3.000,- og er morgunverður innifalinn. Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér. Þess má geta að Drífa Snædal, framkvæmdastj…