12. janúar 2017
Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna starfsfólks í fiskvinnslu
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) krefst þess að fiskvinnslufyrirtæki tryggi afkomu starfsfólks sem af einhverjum ástæðum á lítinn eða engan rétt á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt áliti Vinnumálastofnunar er því ekkert til fyrirstöðu að þau fyrirtæki sem beitt hafa grein um „ófyrirséð áföll“ í kjarasamningum og vísað fólki á atvinnuleysisbætur geti einnig nýtt kauptryggingarákvæði fyrir starfsfólk se…
11. janúar 2017
Bein útsending frá ráðstefnu 12. janúar
Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónvarpað verður beint frá ráðstefnunni í gegnum facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og eru félagar um allt land hvattir til að nýta sér tæknina. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ek…
10. janúar 2017
Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við sjómenn í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir
Þær vinnudeilur sem sjómenn og útgerðarmenn standa nú í hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir landverkafólk. Fiskvinnslufyrirtæki hafa nýtt sér ákvæði í landslögum sem gerir þeim kleift að senda fiskvinnslufólk á atvinnuleysisbætur vegna „ófyrirséðra áfalla“ í stað þess að njóta kauptryggingar vegna hráefnisskorts eins og hingað til hefur tíðkast. Með þessu spara fyrirtæki sér launakostnað í verk…
6. janúar 2017
Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% um áramót
Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% frá 1. janúar 2017. Grunnatvinnuleysisbætur eru því 217.208 krónur á mánuði en voru 202.054 krónur. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði eftir hækkun en voru 318.532 krónur fyrir hækkun. Þessi hækkun kemur í kjölfar gagnrýni á að bætur hafi ekki hækkað hlutfallslega jafn mikið og lágmarkslaun, en grunnatvinnuleysisbætur eru nú 83,5% af lá…
29. desember 2016
Ráðstefna um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu
Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónum verður beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Hvað getur starfsfólk gert til að draga úr streitu í vaktavinnu? Getur fólk valið að vinna fulla vinnu eða eru hl…