28. maí 2018
Fundarhöld á Bifröst framundan
Í vikunni mun Starfsgreinasambandið standa fyrir tveimur fundum á Hótel Bifröst í Borgarfirði, annars vegar fundi fyrir ungliða og hins vegar formannafundi. Dagana 30. og 31. maí munu um 25 ungliðar koma saman til að fræðast um málefni verkalýðshreyfingarinnar, framtíð vinnumarkaðarins o.fl. Um er að ungt fólk á aldrinum 18 til 33 ára sem öll eiga það sameiginlegt að vera félagsmenn aðildarfélaga …!--more-->
24. maí 2018
4,5% atvinnuleysi í apríl
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 205.200 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í apríl 2018, sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 196.000 starfandi og 9.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,3% en hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,5%.
Samanburður mælinga fyrir apríl 2017 og 2018 sýnir að vi…!--more-->
9. maí 2018
SGS boðar til samráðsfundar með félagsliðum
Starfsgreinasambandið boðar til samráðsfundar með félagsliðum þar sem farið verður yfir helstu baráttumál félagsliða, svo sem kröfuna um að starfsheiti þeirra sé viðurkennt innan heilbrigðisþjónustunnar. Til fundarins er boðað samkvæmt óskum félagsliða innan Starfsgreinasambandsins og víðar og er fundurinn opinn öllum félagsliðum. Reynt verður að mæta þörfum félagsliða um allt land með fjarfundarb…!--more-->
9. maí 2018
Sigríður Jóhannesdóttir tekur við formennsku í Verkalýðsfélagi Þórshafnar
Sigríður Jóhannesdóttir tók við starfi formanns Verkalýðsfélags Þórshafnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi. Sigríður, sem hefur verið starfsmaður hjá félaginu undanfarin misseri, tekur við embættinu af Svölu Sævarsdóttur sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Svala verður hins vegar áfram í stjórn félagsins. Auk hennar verða í aðalstjórn Hulda I. Einarsdóttir, Sigr…!--more-->
2. maí 2018
Lágmarkstekjutrygging orðin 300 þúsund krónur
Í gær, þann 1. maí, hækkuðu laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningi SGS og SA. Lágmarkslaun hækkuðu enn meira eða sem nemur 7% og er lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf því orðin 300 þúsund krónur. Um er að ræða mikilvægan og langþráðan áfanga en eins og svo margir muna þá fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu í kjarasamningaviðræðunum 2015 að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur…!--more-->