12. júní 2018
Frumvörp um bann við mismunun að lögum
Frumvörp um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna urðu að lögum frá Alþingi í gær. Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, lagði frumvörpin fyrir þingið í mars síðastliðinn þar sem þau hafa verið í meðferð síðan.
Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði,…!--more-->
11. júní 2018
Hæstiréttur dæmir starfsmönnum í ferðaþjónustu laun
Um miðjan maí sl. staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem ferðaþjónustufyrirtækið Ferðaþjónusta og sumarhús ehf. á Kirkjubæjarklaustri var gert að greiða tveimur ungverskum starfsmönnum hvorum um sig tæpar tvær milljónir í ógreidd laun.
Starfsmennirnir leituðu til Verkalýðsfélags Suðurlands sem aðstoðaði þau og höfðaði lögmaður félagsins mál gegn Ferðaþjónusta og sumarhús ehf. fyri…
7. júní 2018
Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista
Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun. Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem ber…!--more-->
4. júní 2018
Stuðningur við systur og bræður í Bretlandi
Starfsfólk tveggja veitingastaða TGI Friday's í Bretlandi stendur um þessar mundir í verkfalli til að mótmæla þeirri ákvörðun fyrirtækisins að hafa af þeim 40% af því þjórfé sem það vinnur sér inn reglulega. Eðlilega er þetta stór biti að kyngja fyrir starfsfólkið og þeirra stéttarfélag (Unite the Union) enda þýðir þetta að stór hluti þeirra mánaðarlegu tekna er tekinn frá þeim eins og hendi sé ve…