19. október 2018
Kvennafrí 2018 – kvennaverkfall
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufundi sem fram fara víða um land. Kjörorðin í ár eru Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að …
19. október 2018
Nei, þetta er ekki heimtufrekja. Þvert á móti.
Það eru söguleg tímamót að öll aðildarfélögin innan Starfsgreinasambands Íslands standa saman að kröfugerð í komandi kjaraviðræðum. Það gefur augaleið að sameinuð standa félögin sterkar að vígi við samningaborðið. Við mótun kröfugerðarinnar var grasrótin virkjuð og kallað var eftir sjónarmiðum sem flestra. Félögin hafa nú birt kröfur sínar, annars vegar gagnvart atvinnurekendum og hins vegar gag…
11. október 2018
Öflugur hópur félagsliða á fræðsludegi
Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 20. september 2018. Um 40 félagsliðar mættu á fundinn frá almennu og opinberu félögunum, alls staðar af landinu. Að þessu sinni var lögð áhersla á hópastarf, hvernig félagsliðar geti styrkt sig félagslega og faglega auk þess að styrkja stöðu stéttarinnar út á við. Auk þess var k…
10. október 2018
Starfsgreinasambandið birtir kröfur sínar
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur birt kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum f…
10. október 2018
Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði
Hér að neðan er yfirlýsing verkalýðshreyfingarinnar um þá mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki og opinberuð var almenningi í Kveik í síðustu viku. Í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV 2. október 2018 var varpað ljósi á brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki. Þar voru sýnd dæmi um alvarlega meinsemd í íslensk…