4. janúar 2019
2,9% atvinnuleysi í nóvember
Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi (±5.700) og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit (±2.400). Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%.
Samanburður mælinga fyrir nóvem…!--more-->
4. janúar 2019
Nýársheit um yfirlætislausa umræðu
Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins, æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri umræðu.
Sumt af umræðunni er á kunnuglegum nótum. Eðlilegar og réttmætar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru úthrópaðar með flestum þeim…
22. desember 2018
Persónuafsláttur og skattleysismörk hækka
Persónuafsláttur einstaklinga verður 677.358 kr. fyrir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Árlegur persónuafsláttur hækkar samkvæmt því um 30.619 kr. milli áranna 2018 og 2019, eða um 2.552 kr. á mánuði. Hækkun persónuafsláttar nemur 4,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Þar kemur einnig fram að skattleysismörk tekjuskatts og útsv…!--more-->
21. desember 2018
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um frið og ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin milli jóla og nýárs (27. og 28. desember) skv. venjulegum opnunartíma. Jafnframt er hægt að hafa samband við starfsmenn SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
20. desember 2018
Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands
Innan raða Starfsgreinasambands Íslands (SGS) eru 19 stéttarfélög rúmlega 57 þúsund félagsmanna um land allt. Samninganefndir hvers félags um sig fara með samningsumboð fyrir hönd sinna félagsmanna en hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið. Ef einstök félög meta það svo að það sé skynsamlegra vegna aðstæðna hjá þeim að hafa umboðið hjá sér og eiga viðræður beint við atv…