23. janúar 2019
Margt í samræmi við kröfugerð SGS í nýjum tillögum um húsnæðismál
Í gær voru kynntar tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Tillögurnar eru í 40 liðum og snúa að fjölmörgum atriðum á húsnæðismarkaðnum. Margar tillögurnar eru í samræmi við kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum, sem samþykkt var 10. október síðastliðinn. Má þar sérstaklega nefna tillögur um betri lánakjör fyrir óhagnaða…
14. janúar 2019
Er fátækt á Íslandi sjálfsögð?
Í blaðagrein sem þingmaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar í MBL segir að fátækt á ĺslandi væri lítil í alþjóðlegum samanburði. Í því samhengi var fátækt hér á landi borin saman við fátækt í Svíþjóð og horft aftur til ársins 2014. Má lesa úr orðum þingmannsins að í velferðarríki sé fátækt sjálfsagt og eðlilegt fyrirbæri. Allt frá árinu 2010 hafa stjórnvöld markvisst dregið úr og skorið n…
4. janúar 2019
Stíf fundarhöld framundan
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði í dag um stöðunna í kjaraviðræðunum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt erindi frá Eflingu um áframhaldandi samstarf í undirhópum vegna einstakra starfsgreina í kjarasamningunum. Á fundinum var jafnframt farið ítarlega yfir vinnu næstu vikna og fyrirhuguð fundahöld með SA í næstu viku.
4. janúar 2019
2,9% atvinnuleysi í nóvember
Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi (±5.700) og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit (±2.400). Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir nóvem…
4. janúar 2019
Nýársheit um yfirlætislausa umræðu
Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins, æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri umræðu. Sumt af umræðunni er á kunnuglegum nótum. Eðlilegar og réttmætar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru úthrópaðar með flestum þeim…