18. febrúar 2019
Viðræðunefnd SGS falið að meta hvort vísa eigi kjaradeilunni
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði síðastliðinn fimmtudag, 14. febrúar,  um stöðuna í kjaraviðræðum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt einróma umboð til handa viðræðunefnd SGS þess efnis að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Það eru væntingar um að fram komi hugmyndir eða tillögur í framhaldi af viðræðum for…
14. febrúar 2019
Konur taka af skarið!
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á námskeiðunum "Konur taka af skarið! " sem fara fram á nokkrum stöðum á landinu á næstunni. Um er að ræða námskeið sem Starfsgreinasambandið, AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa, og JCI Sproti standa fyrir.Markmiðið með námskeiðunum er að hvetja konur til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. Námskeiðin er opið öllum konum sem eru félagar í St…
11. febrúar 2019
Halldór Björnsson látinn
Halldór Björnsson, fyrsti formaður Starfsgreinasambands Íslands er látinn, 90 ára að aldri. Þegar Starfsgreinasambandið var stofnað árið 2000 var Halldór kosinn fyrsti formaður þess og gegndi því starfi til 2004. Hann sinnti fjölmörgum öðrum störfum innan verkalýðshreyfingarinnar, var meðal annar varaforseti ASÍ, en þekktastur er Halldór án efa fyrir störf sín í þágu Dagsbrúnar og seinna Eflingar…
31. janúar 2019
Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn brotastarfsemi
Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni. ASÍ og stéttarfélögin hafa á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúl…
23. janúar 2019
Eingreiðsla fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, á sérstaka eingreiðslu sem á að greiðast þann 1. febrúar næstkomandi.   Kr. 42.500 hjá sveitarfélögunum Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega mið…