4. apríl 2019
Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjarasamninga - helstu atriði
Eftir viðræður við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur undanfarna daga og vikur kynnti ríkisstjórnin innlegg sitt til að liðka fyrir gerð kjarasamninga í gær, þ.e. í kjölfarið á undirritun nýs kjarasamnings. Aðgerðirnar munu nýtast best tekjulágum einstaklingum og ungu fólki sem rímar við áherslur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Meðal helstu atriða í innleggi…
4. apríl 2019
Nýr kjarasamningur við SA undirritaður
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Helstu atriði nýs kjarasamnings
  • Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 - 1. nóvember 2022
  • Krónutöluhækkanir - 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
  • Lægstu laun hækka mest - 30% hækkun á lægstu taxta
  • Aukið vinnustaðalýðræði …
3. apríl 2019
Fræðsludagar SGS í Fjallabyggð
Dagana 25. og 26. mars síðastliðinn stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fræðslan fór að þessu sinni fram í sal Einingar-Iðju í Fjallabyggð og en þar komu saman um 30 fróðleiksfúsir fulltrúar frá félögum um land allt. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og sett saman samkvæmt óskum þátttakenda. Meðal dagskrárliða var erindi um hátt verðlag…
2. apríl 2019
Samkomulag um meginlínur kjarasamnings
Formaður Starfsgreinasambandsins, fyrir hönd samninganefndar SGS, skrifaði undir samkomulag um meginlínur nýs kjarasamnings ásamt formönnum Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar, sem gengið var frá hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan eitt síðastliðna nótt. Í dag verður síðan unnin áframhaldandi vinna við gerð kjarasamningsins með það fyrir augum að ganga frá honum sem allra fyrst. Samningan…
28. mars 2019
Að gefnu tilefni frá framkvæmdastjóra SGS
Fundir Samninganefndar SGS eru eðli máls samkvæmt lokaðir fundir og umræður þar trúnaðarmál. Vegna umræðu um einstök efnisatriði á heimasíðu Afls er ástæða til að staðfesta að formaður Framsýnar stéttarfélags lét á fundum nefndarinnar bóka andstöðu sína við hugmyndir sem voru til umræðu um breytingar á dagvinnutímabili, álög og fleira, áður en Framsýn tók samningsumboðið til sín. Á fundum samning…