24. apríl 2019
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan stóð yf…
23. apríl 2019
Vignir Smári Maríasson nýr formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga
Á aðalfundi Verkalýðsfélags Snæfellinga sem haldinn var 15. apríl síðastliðinn tók Vignir Smári Maríasson við starfi formanns félagsins af Sigurði A. Guðmundssyni. Vignir er fæddur og uppalinn á Felli í Árneshreppi, bjó í Grindavík um árabil en síðastliðinn 28 ár hefur hann verið búsettur í Grundarfirði ásamt konu sinni 0g börnum. Vignir vann ýmis verkamannastörf á sínum yngri árum, var til sjós…
17. apríl 2019
Samið um launaþróunartryggingu
Drífa Snædal, forseti ASÍ, undirritaði í gær samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,7 prósent að meðaltali vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu um 0,4 prósent að meðaltali. Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2019. Samkomulag þett…
12. apríl 2019
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hafin
Rafræn atkvæðagreiðsla hjá 18 af aðildarfélögum SGS um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðastliðinn, hófst á slaginu kl. 13:00 í dag og lýkur þriðjudaginn 23. apríl kl. 16:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar 24. apríl. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum SG…
10. apríl 2019
Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar finna má hinar ýmsu gagnlegu upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning SGS og SA. Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins á íslensku, ensku og pólsku, glærukynningu, kynningarbækling, upplýsingar um atkvæðagreiðslu o.fl. Fara á upplýsingasíðu SGS um nýjan kjarasamning.