28. nóvember 2019
SGS fordæmir boðaðar hækkanir sveitarfélaga
Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega þeim hækkunum sem eru að koma fram víða hjá sveitarfélögunum um þessar mundir. Þar má nefna hækkanir á einstökum gjaldskrám á um annan tug prósenta, yfirgengilegar hækkanir á launum bæjarstjórnarmanna og verulegar hækkanir og breytingar á leigukjörum í félagslegu húsnæði. Fasteignagjöld hafa einnig hækkað mikið undanfarin ár og þó sum sveitarfélög hafi lækkað álagningarhlutfallið vegur það alls ekki upp á móti hækkun á fasteignamati.
18. nóvember 2019
Desemberuppbót 2019
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
7. nóvember 2019
Þing EFFAT - Framtíðin á vinnumarkaði
Á öðrum degi þings EFFAT hafa farið fram miklar umræður um stöðuna á vinnumarkaði í Evrópu og hvernig hann er að þróast. Mikil áhersla er lögð á að berjast saman gegn áherslum nýfrjálshyggjunnar, vaxandi misskiptingu og hættulegum vinnuaðstæðum.
6. nóvember 2019
Efnismikið þing EFFAT – Kristján Bragason kosinn framkvæmdastjóri
Á þingi EFFAT (European Federation of Trade Unions in the Food, Agriculture and Tourism), sem nú stendur yfir í Zagreb í Króatíu, er fjölþætt umræða um vinnuumhverfi, kjarasamninga, réttindi starfsfólks og hlutverk verkalýðshreyfingar.
31. október 2019
Mikil vonbrigði með úrskurð Hæstaréttar
Hæstiréttur felldi í gær dóm í kærumáli Starfsgreinasambandsins fyrir hönd Einingar-Iðju gegn Akureyrarbæ til að fá staðfest að sveitarfélögunum bæri að virða samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2009. Samninganefnd sveitarfélaganna neitaði að eiga viðræður um hvernig best væri að standa að útfærslunni og átti SGS ekki annan kost en að vísa málinu til Félagsdóms.