13. janúar 2020
Félagar á Norðurlöndum funda
Nordisk Union, samtök stéttarfélaga í hótel- og veitingageiranum á Norðurlöndum, halda þing sitt í Reykjavík daganna 17. til 19. janúar. Á þinginu verður farið yfir stöðu okkar fólks í þessum geirum á Norðurlöndum og þau mál sem brenna á þeim. Það er mikilvægt að milli okkar sé sem best samvinna og við stöndum saman gegn hvers kyns undirboðum. Á þinginu á einnig að ræða loftslagsmálin og hvaða áhrif þau hafa eða ættu að hafa á ferðaþjónustu í heiminum og hvernig við þurfum að bregðast við því. Gera má ráð fyrir að þingið sæki 50 fulltrúar og gestir frá Norðurlöndunum og Evrópu.
8. janúar 2020
Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja fræðslusjóða
Stjórnir þeirra fræðslusjóða sem félagsmenn innan aðildarfélaga SGS eiga aðild að, þ.e. Landsmennt, Sjómennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Starfsafl, samþykktu í desember sl. að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 100.000 kr. í 130.000 kr. Þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í 390.000 kr. Hækkunin tók gildi frá og með 1. janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með þeim tíma.
22. desember 2019
Jólakveðja SGS 2019
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
20. desember 2019
Staðan í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann seinnagang sem verið hefur í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ríkið. Það er algerlega óboðlegt fyrir félagsmenn að kjaraviðræður hafi staðið núna meira og minna frá vormánuðum án þess að skila niðurstöðu.
6. desember 2019
Verkalýðsfélag Akraness vinnur mál gegn Sambandi íslenskra sveitafélaga fyrir Félagsdómi
Í vikunni féll dómur í Félagsdómi í máli Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Sambandi íslenskra sveitafélaga. Málið varðaði kjarasamning sem gerður var 2016, en í honum var samþykkt að verða við ósk Sambands íslenskra sveitafélaga að láta kjarasamninginn ekki gilda til 1. janúar 2019 heldur til 31. mars 2019, þ.e.a.s. lengja samninginn um þrjá mánuði.