21. janúar 2020
Eru umhverfisstefnur hótela svindl?
Þing Samtaka starfsfólks á hótelum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum var haldið í Reykjavík daganna 17. – 19. janúar. Á þinginu var farið yfir fjölmarga þætti sem varða laun og starfsaðstæður í hótel- og veitingageiranum á Norðurlöndum. Það eru mismunandi verkefni og ógnanir sem stéttarfélög og starfsmenn standa frammi fyrir í einstökum löndum, en verkefnin eru alltaf þau sömu, þ.e. að tryggja hag félagsmanna í sífellt alþjóðlegra umhverfi þar sem ýmsum brögðum er beitt af hálfu atvinnurekenda.
16. janúar 2020
Starfsgreinasamband Íslands og sveitarfélögin skrifa undir kjarasamning
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.
13. janúar 2020
Viðræður að fara aftur í gang
Nú í dag, mánudag, munu viðræðunefndir SGS og Eflingar annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar funda hjá Ríkissáttasemjara. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan 19. desember. Mikið óþol er komið í fólk í félögum innan SGS vegna þess seinagangs sem hefur verið í viðræðunum og ljóst að það verður að breytast á næstu dögum. Búast má við að fundað verði í viðræðum SGS/Eflingar og samninganefndar ríkisins síðar í þessari viku, en sá fundur hefur enn ekki verið boðaður.
13. janúar 2020
Félagar á Norðurlöndum funda
Nordisk Union, samtök stéttarfélaga í hótel- og veitingageiranum á Norðurlöndum, halda þing sitt í Reykjavík daganna 17. til 19. janúar. Á þinginu verður farið yfir stöðu okkar fólks í þessum geirum á Norðurlöndum og þau mál sem brenna á þeim. Það er mikilvægt að milli okkar sé sem best samvinna og við stöndum saman gegn hvers kyns undirboðum. Á þinginu á einnig að ræða loftslagsmálin og hvaða áhrif þau hafa eða ættu að hafa á ferðaþjónustu í heiminum og hvernig við þurfum að bregðast við því. Gera má ráð fyrir að þingið sæki 50 fulltrúar og gestir frá Norðurlöndunum og Evrópu.
8. janúar 2020
Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja fræðslusjóða
Stjórnir þeirra fræðslusjóða sem félagsmenn innan aðildarfélaga SGS eiga aðild að, þ.e. Landsmennt, Sjómennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Starfsafl, samþykktu í desember sl. að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 100.000 kr. í 130.000 kr. Þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í 390.000 kr. Hækkunin tók gildi frá og með 1. janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með þeim tíma.