6. mars 2020
SGS og samninganefnd ríkisins skrifa undir kjarasamning
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.
6. mars 2020
Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19
Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.
2. mars 2020
COVID-19 og fjarvistir frá vinnu
Launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.
25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson skipaður ríkissáttasemjari
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipaði í dag Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl nk. Helga Jónsdóttir settur ríkissáttasemjari mun gegna störfum fram til þess tíma.
20. febrúar 2020
Samningur við Landsvirkjun samþykktur
Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar, sem undirritaður var í lok janúar síðastliðinn, var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna, en um 90% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Atkvæðagreiðslan var með rafrænum hætti og fór fram á tímabilinu 12. - 14. febrúar.