29. apríl 2020
Launahækkanir hjá ríki og sveitarfélögum
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að laun starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum hækkuðu samkvæmt kjarasamningum þann 1. apríl síðastliðinn. Hjá starfsfólki ríkisins hækkuðu laun um 24.000 kr. fyrir launaflokka 1-17 og um 18.000 kr. fyrir hærri launaflokka. Hjá starfsfólki sveitarfélaga hækkuðu mánaðarlaun um 24.000 kr.
29. apríl 2020
Launahækkanir á almennum vinnumarkaði
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að laun þeirra sem starfa á taxtalaunum á almennum vinnumarkaði, samkvæmt kjarasamningum sambandsins við Samtök atvinnulífsins, hækkuðu um 24.000 kr. þann 1. apríl síðastliðinn. Almenn launahækkun til þeirra sem ekki eru á taxtalaunum hækkuðu um 18.000 kr. frá sama tíma. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, s.s. bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.
27. apríl 2020
Dagskrá 1. maí með öðru sniði í ár
Í fyrsta skipti síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri skemmti- og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á RÚV (kl. 19:40).
24. apríl 2020
Skiljum engan út undan
Starfsgreinasamband Íslands ítrekar nauðsyn þess að aðgerðir stjórnvalda í kjölfar Covid-19 nái til allra, og að afkomuöryggi hópa, s.s. einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttra kvenna og foreldra sem hafa misst úr vinnu vegna takmarkaðs leik- og grunnskólastarfs, verði tryggt. Það er aldrei hægt að una við það að hópar félagsmanna okkar, sem hvað veikast standa, séu skildir eftir í aðgerðum stjórnvalda.
21. apríl 2020
Sveitamennt og Ríkismennt - rýmkaðar reglur
Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert. Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.