13. júlí 2020
Skrifstofa SGS lokuð 13.-31. júlí vegna sumarleyfa
Skrifstofa Starfsgreinasambandsins í Guðrúnartúni 1 verður lokuð 13.-31. júlí vegna sumarleyfa. Ef erindið er áríðandi er hægt að hafa samband við starfsmenn SGS í gegnum tölvupóst eða síma.
11. júní 2020
Kjarasamningar SGS komnir úr prentun
Í dag fékk Starfsgreinasambandið í hús glænýtt upplag af prentuðum kjarasamningum. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA sem og samningar sambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtök Íslands og Landssambands smábátaeigenda og Samband smærri útgerða.
20. maí 2020
Enn er byrjað á að reka ræstingarfólk
Á dögunum opinberaði Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrirætlanir sínar um að segja upp ræstingarfólki hjá stofnuninni vegna ,,skipulagsbreytinga“ og bjóða út ræstingar á starfstöðvum í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Er hér um afar hefðbunda leið stjórnenda, þ.e. að reka ræstingafólk þegar skera á niður í rekstri.
20. maí 2020
Eldri kjarasamningar og kauptaxtar aðgengilegir á vefnum
Eldri kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við helstu samningsaðila má nú nálgast á vefsíðu Starfsgreinasambandsins, allt aftur til ársins 2011. Þá eru kauptaxtar sambandsins við SA, ríkið og sveitarfélögin nú jafnframt aðgengilegir aftur um nokkur ár.
11. maí 2020
Ályktun frá fundi formanna SGS
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, 8. maí 2020. Skorar á ríkið, Samband Íslenskra sveitarfélaga og aðra atvinnurekendur að ganga þegar til samninga við þau félög sem ósamið er við. Það er með öllu óásættanlegt að launafólk sé samningslaust mánuðum saman og ólíðandi að ekki sé gengið að réttmætum kröfum né staðið við fyrri yfirlýsingar og fyrirheit.