13. október 2020
Ný útgáfa af vefnum Næsta Skref
Nýverið opnaði ný útgáfa af vefnum Næsta skref, en Næsta skef er upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf á Íslandi. Þar er að finna lýsingar á um 300 störfum og 150 námsleiðum, áhugakönnun, skimunarlista vegna raunfærnimats og upplýsingar um ráðgjöf og starfsemi símenntunarmiðstöðva.
30. september 2020
Kjarasamningar halda
Í Lífskjarasamningunum svonefndu sem undirritaðir voru 3. apríl 2019 var ákvæði um sérstaka launa- og forsendunefnd sem hafði það verkefni ,,að leggja mat á forsendur kjarasamningsins og ákvæði hans um hagvaxtarauka og taxtaauka”.  Forsendunefndin var skipuð þremur fulltrúum frá samninganefndum félaganna og þremur frá Samtökum atvinnulífsins.
16. september 2020
Fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar
Í morgun var fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar kynnt á fjarfundi, en kjaratölfræðinefnd er nýr samstarfsvettvangur um gerð og hagnýtingu tölfræðiupplýsinga um laun og efnahag sem nýtast við kjarasamningsgerð. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningslotuna sem hófst árið 2019, umfang kjarasamningagerðar og þróun efnahagsmála og launa.
14. september 2020
Ný stjórn ASÍ-UNG
Á 6. þingi ASÍ-UNG sem haldið var föstudaginn 11. september var kjörin ný stjórn. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa þingið rafrænt og fresta allri málefnavinnu fram á veturinn.
25. ágúst 2020
Kópur ekki aðili að SGS
Vegna umfjöllunar um stofnun nýs stéttarfélags undir nafninu Kópur og auglýsinga sem það hefur birt, og virðist einkum vera beint að Pólverjum, ítrekar SGS að Kópur er ekki aðili að Starfsgreinasambandinu og að engar viðræður eða samtöl hafa átt sér stað milli Kóps og forystufólks SGS.