19. maí 2021
Formenn funda í Mývatnssveit
Dagana 20. og 21. maí heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram á Sel-Hótel á Mývatnssveit. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.
11. maí 2021
Vaktaálög breytast hjá ríki og sveitarfélögum
1. maí síðastliðinn breyttust vaktaálög hjá ríki og sveitarfélögum, þ.e hjá vaktavinnufólki sem og hjá dagvinnufólki sem vinnur utan hefðbundins dagvinnutíma. SGS er búið að uppfæra viðkomandi kauptaxta á heimasíðunni og má nálgast þá hér að neðan.
10. maí 2021
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2021
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.
27. apríl 2021
Baráttusamkomu sjónvarpað 1. maí
Annað árið í röð og í annað skiptið síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Líkt og í fyrra er brugðist við þessari stöðu með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem verður sjónvarpað á RÚV að kvöldi 1. maí (kl. 21:00).
21. apríl 2021
Nýtt þýðingarapp komið í loftið
Orðakista ASÍ - OK er nú orðið aðgengileg, en um er að ræða smáforrit (app) sem er aðallega ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og erlendum félagsmönnum.