28. október 2021
Fræðsludegi félagsliða frestað
Fræðsludegi félagsliða sem áætlað var að halda í Guðrúnartúni 1, laugardaginn 30. október, hefur verið frestað vegna forfalla. Ný dagsetning verður ákveðin fljótlega og dagurinn þá auglýstur að nýju með góðum fyrirvara. Mögulegt verður að fylgjast með deginum í gegnum streymi. Allir félagsliðar eru hvattir til þess að taka þátt í deginum.
1. september 2021
Þingi SGS frestað
Þingi SGS, sem áætlað var að halda á Akureyri dagana 20.-22. október næstkomandi, hefur verið frestað. Gildandi sóttvarnarráðstafanir gera það að verkum að erfitt er að halda þingið með þeim hætti sem fyrirhugað var, sbr. reglur um sóttvarnir, fjarlægðarmörk og fleira.
10. júní 2021
Skil­orðs­bundin lífs­hætta
Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar.
21. maí 2021
Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu
Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki. Í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar.
19. maí 2021
Formenn funda í Mývatnssveit
Dagana 20. og 21. maí heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram á Sel-Hótel á Mývatnssveit. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.