9. mars 2021
Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS
Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS. Greitt var úr sjóðnum í fyrsta sinn 1. febrúar síðastliðinn og hafa nú verið greiddar rúmar 218 milljónir króna til tæplega 5.000 félagsmanna.
23. febrúar 2021
Ískaldar kveðjur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands
Enn og aftur eru það starfsmenn í ræstingu og nú einnig í þvottahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem verða fyrir barðinu á uppsögnum vegna „hagræðingar“. Afl starfsgreinafélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag og Verkalýðsfélag Suðurlands mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki og starfsmönnum í þvottahúsi hjá HSU.
18. febrúar 2021
Mannamunur á vinnumarkaði
Efling, Starfsgreinasambandið og ASÍ efna til málþings um stöðu erlends verkafólks á Íslandi dagana 23.-26. febrúar. Boðið verður upp á áhugaverða dagskrá í formi fyrirlestra og umræðna. Um fjóra viðburði er að ræða sem verður streymt á miðlum samtakanna. Viðburðirnir verða textatúlkaðir á íslensku og ensku.
1. febrúar 2021
Greitt úr Félagsmannasjóði SGS
Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS. Í dag, 1. febrúar 2021, verður greitt úr sjóðnum í fyrsta skipti.
12. janúar 2021
Stytting vinnutíma á almennum vinnumarkaði
Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir 2019 og 2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 virkar vinnustundir á viku. Þetta á þó ekki við um öll stéttarfélög, því ýmsir hópar eru með annars konar útfærslu á vinnuskyldu en hefðbundna 40 stunda vinnuviku.