14. janúar 2022
Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS - starfsfólk sveitarfélaga
Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.
13. janúar 2022
Samspil sóttkvíar og orlofs
Umræða um réttindi starfsfólks þegar kemur að samspili sóttkvíar og orlofs hefur verið sérstaklega áberandi undanfarið en samkvæmt tölulegum upplýsingum frá 12. janúar sættu 10.063 sóttkví. Brot gegn sóttkví geta varðað refsingu sbr. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997.
7. janúar 2022
Nýir kauptaxtar komnir á vefinn
Nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum, hjá ríki og hjá sveitarfélögum eru komnir á vefinn . Kauptaxtarnir gilda frá 1. janúar til 31. október 2022 fyrir starfsfólk á almenna markaðinum, 1. janúar til 31. desember 2022 hjá starfsfólki sveitarfélaga frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023 hjá ríkisstarfsmönnum.
11. nóvember 2021
Tillaga um afslátt af skatti
Framkvæmdarstjórnarfundur fór fram í gær, 10. nóvember 2021. Á fundinum lagði Starfsgreinasamband Íslands fram drög að tillögu í ljósi sterkrar fjárhagslegar stöðu Starfsgreinabandsins að veita 50% afslátt af álögðum skatti aðildarfélaga til SGS á síðasta ársfjórðungi 2021. Starfsgreinasambandið vill gera gott við aðildarfélög þess og var þessi tillaga borin undir formenn aðildarfélaga með ra…
8. nóvember 2021
Hugsjónafólk í starfi
Undanfarin tæplega 3 ár hef ég verið svo gæfusamur að starfa hjá Starfsgreinasambandinu. Á þeim tíma hefur verið gengið frá aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði, kjarasamning við Ríkið og samtök sveitarfélaga og sérkjarasamningum. SGS hefur einnig haldið þing sitt á þessum árum, fræðsludaga starfsfólks og fleira svo fátt eitt sé nefnt af verkefnunum.