17. janúar 2011
Starfsgreinasambandið vill skoða samræmda launastefnu.
Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandins, annarra en Flóafélaganna þriggja, sem haldinn var í dag gerðu fulltrúar aðildarfélaganna grein fyrir afstöðu viðkomandi félaga til hugmynda að samræmdri launastefnu á vinnumarkaði. Tólf félög samþykktu að skoða nánar hugmyndir um samræmda launastefnu, þó með ýmsum fyrirvörum. Tvö félög voru andvíg þessum sjónarmiðum en fulltrúar tveggja félaga voru…
17. janúar 2011
Kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað til ríkissáttasemjara
Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem haldinn var í dag, var samþykkt að vísa kjaradeilu SGS við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.
Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvi…
3. janúar 2011
Samningaviðræður hafnar
Samninganefnd Starfsgreinasamandsins, annarra en flóafélaganna, átti fund með Samtökum atvinnulífsins, SA, í gær föstudag, þar sem skipst var á skoðunum um kröfugerð Starfsgreinasambandsins og mál reifuð. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA gat þess að samtökin hafi nú hitt öll aðildarfélög innan ASÍ. Þar hafi sú grundvallarspurning verðið lögð á borðið hvort menn væru tilbúnir til að ræð…
23. desember 2010
Jólakveðja
Í gær voru vetrarsólstöður og dimmastur dagur, þó bjart af fullu tungli sem varð rauðbleikt um sinn í myrkvun af jörðu uns birti á ný. Þetta sjónarspil minnti um margt á efnahagsþrengingarnar og þá myrkvun sem af þeim stafa en nú horfir til betri tíma og ljósari með hækkandi sól. Efnahagsáætlun ríkissins í samvinnu við Alþjóða glaldeyrissjóðinn virðist mjaka okkur áfram í átt að endurreisninn…
13. desember 2010
Bakkavör ræðst á verkafólk í Bretlandi
Nú hafa þeir Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir ráðist til atlögu gegn verkafólki við ávaxta- og grænmetisiðju Bakkavarar í Bourne í Lincolnshire í Englandi. Störf eru britjuð niður, laun lækkuð og vinnuskilyrði skert. Þau voru þó fyrir ein þau lökustu í Bretlandi. Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavar…