2. nóvember 2011
Stýrivaxtahækkun vekur furðu
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að hækka vexti bankans um 0,25% í morgun vekur furðu Starfsgreinasambands Íslands. Seðlabankinn telur þessa hækkun réttlætanlega í ljósi þess góða efnahagsbata sem fram kemur í hagtölum bankans, en bendir þó á að óvissa hafi aukist. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði nokkru meiri í ár og á næsta ári en spáð var í ágúst og að verðbólga verð…
21. október 2011
Vinnuverndarvika
Evrópska vinnuverndarvikan 2011, Öruggt viðhald - Allra hagur, verður að þessu sinni haldin 24. – 28. október. Áherslan er áfram þetta árið á viðhaldsvinnu eins og árið 2010 en nú verður horft til eftirfarandi þátta: "Vélar og tæki" - "Framleiðslulínur" - "Lítil fyrirtæki í viðhaldsverkefnum"  Af tilefni vinnuvernadarvikunnar verður haldin ráðstefna þriðjudaginn 25 október á grand Hótel. Dagskrá r…
18. október 2011
Ályktanir þings Starfsgreinasambands Íslands
Á þingi Starfsgreinassamband Ísland daganna 13-14 október síðastliðinn voru samþykktar sjö ályktanir er varða hagsmuni verkafólks á Íslandi. Meðfylgjandi í viðhengi eru allar ályktanirnar, og hér að neðan er stutt samantekt á innihaldi þeirra: Ályktun um kjaramál Í þessari ályktun er ríkisstjórnin hvött til þess að standa við þau loforð sem hún gaf út samhliða undirritun kjarasamninga í vor. Þin…
17. október 2011
Starfshópur skal móta nýtt framtíðarskipulag SGS
Þing Starfsgreinasambands Íslands samþykkti í dag að skipa 7 manna starfshóp sem á að fara í ítarlega vinnu við að móta framtíðarskipulag Starfsgreinasambandsins. Störfum þessa hóps lýkur á framhaldsþingi sem haldið verður í síðasta lagi í maí 2012. Verkefni starfshópsins er að fara yfir framtíðarskipulag SGS, m.a. endurskoðun á hlutverki, starfsemi, stjórnkerfi, rekstri og lögum sambandsins…
17. október 2011
Staða starfsendurhæfingar á vinnumarkaði
Á þriðja þingi Starfsgreinasambands Íslands þann 13-14 október síðastliðinn hélt Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs áhugavert erindi um starfsemi VIRKs og stöðu starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Í erindinu kom m.a. fram að 2.500 einstaklingar hefðu nýtt sér þjónustu stofnunarinnar. VIRK veitir þessum einstaklingum margvíslega aðstoð og ráðgjöf, en marmiðið er…