14. maí 2012
Þing alþjóðasamtaka verkafólks í matvæla- og ferðaþjónustugreinum
26. þing IUF, alþjóðasamtaka verkafólks í matvæla- og ferðaþjónustugreinum verkalýðsfélaga, verður sett á morgun í Genf í Sviss. Þingið stendur yfir í þrjá daga og er yfirskrift þess ,,Organize, Fight and Win!”. Drög að dagskrá þingsins má nálgast hér.
Helstu stefnumál á dagskrá þingsins eru innri skipulagsmál, matur og sjálfbærni í alþjóða samhengi, baráttan gegn hættulegum störfum, og hvern…
10. maí 2012
Vel heppnuðu framhaldsþingi SGS lokið
Vel heppnuðu framhaldsþingi Starfsgreinasambandsins er nú lokið. Á þinginu voru samþykkt ný lög sambandsins þar sem umtalsverðar breytingar eru gerðar á stjórnskipulagi, hlutverki og starfsemi sambandsins. Að auk voru samþykktar fjórar nýjar reglugerðir sem er ætlað að styrkja starfsemina, efla upplýsingamiðlun SGS og skilgreina verkaskiptingu milli aðildarfélaganna og sambandsins. Á þinginu var B…
10. maí 2012
Ávarp Björns Snæbjörnssonar á framhaldsþingi SGS
Í ávarpi sínu við setningu framhaldsþings Starfsgreinasambandsins í morgun gerði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, góðan róm að störfum starfshóps sem hefur haft það hlutverk undanfarna mánuði að endurskoða hlutverk, stjórnkerfi, rekstur og lög Starfsgreinasambandsins. Kvaðst Björn binda vonir við, að yrðu tillögur hópsins samþykktar, yrði sambandið fyrir vikið enn sterkari málsvari sinna fél…
7. maí 2012
Framhaldsþing Starfsgreinasambands Íslands
Starfsgreinasamband Íslands mun halda framhaldsþing sambandsins fimmtudaginn 10. maí n.k. á Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Þingið, sem er undir kjörorðinu „Horft til framtíðar“, hefst kl. 10:00 með ávarpi Björns Snæbjörnssonar, formanns sambandsins. Megináherslur þingsins verða umræður og afgreiðsla nýrra reglugerða og laga SGS, en undanfarna mánuði hefur Starfshópur starfshá…
2. maí 2012
Nýr starfsmaður á skrifstofu SGS
Árni Steinar Stefánsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur hjá Starfsgreinasambandinu frá og með 1. maí. Árni kemur til með að sinna ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs-, og starfsmenntamála sem og almennri hagsmunagæslu fyrir verkafólk. Einnig mun Árni sinna verkefnum tengdum ákvæðisvinnu- og kaupaukakerfum, hafa umsjón með vefsíðu sambandsins, sinna skýrslugerð…