8. nóvember 2012
Staðall fyrir vinnustaðaskírteini
Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að í byrjun september s.l. var gefinn út staðall fyrir útgáfu vinnustaðaskírteina. Í staðlinum er m.a. kveðið á um hvað skírteinin þurfa að uppfylla til að teljast gild. Í meginatriðum skulu skírteinin vera framleidd úr hörðu efni og á þeim skal koma fram nafn og kennitala bæði atvinnurekanda og starfsmanns og starfsheiti viðkomandi ásamt mynd…
6. nóvember 2012
Stjórnarfundur Norræna byggingar- og tréiðnaðarsambandsins
Í dag hélt Norræna byggingar- og tréiðnaðarsambandið (NBTF) stjórnarfund sinn í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, situr í stjórn NBTF fyrir hönd SGS og sat hann fundinn ásamt Drífu Snædal, framkvæmdastjóri SGS, en hún er varamaður í stjórn NBTF. Rafiðnaðarsambandið og Samiðn áttu einnig fulltrúa á fundinum, þá Kristján Þórð Snæbjarnarson formann RSÍ og Finnbjörn A. H…
2. nóvember 2012
Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna
Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem …
30. október 2012
Atvinnuþátttaka 81,2%
Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn var atvinnuþátttaka hér á landi 81,2% á þriðja ársfjórðungi ársins 2012, sem jafngildir því að 181.900 manns hafi verið á vinnumarkaði að jafnaði á tímabilinu. Af þeim voru 172.700 starfandi en 9.200 án vinnu og í atvinnuleit. Ef atvinnuþátttakan er borin saman við sama tímabil árið 2011 þá er um að ræða fækkun upp á 1,6%, eða u…
24. október 2012
Endurbætt jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun ASÍ
Í aðdraganda þings ASÍ var jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun sambandsins endurskoðuð og samþykkt á miðstjórnarfundi. Í stefnunni er lögð áhersla á innleiðingu jafnlaunastaðalsins til að vinna gegn launamuni kynjanna og virkja bæði kyn til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins og innan vébanda hreyfingarinnar. Stefnan og aðgerðaáætlunin 2012-2016 er svohljóðandi:
Stefna
Jafn réttur og jöfn tæki…