14. október 2012
Starfsmenn SGS í heimsókn hjá aðildarfélögum
Undanfarnar vikur hafa starfsmenn SGS, þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri og Árni Steinar Stefánsson sérfræðingur, sótt nokkur af aðildarfélögum sambandsins heim. Heimsóknirnar hafa undantekningalaust verið góðar og gagnlegar og til þess fallnar að efla samskipti milli skrifstofunnar og félaganna. Félögin sem hafa nú þegar verið heimnsótt eru Báran á Selfossi, Eining-Iðja á Akureyri, Framsýn á…
5. október 2012
Fyrsti vinnufundur starfsmatsnefndar SAMSTARFS
Fyrsti vinnufundur starfsmatsnefndar SAMSTARFS var haldinn í húsakynnum BSRB í gær, en nefndin hefur m.a. það hlutverk að skoða sameiginlega hvernig til hefur tekist með innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og með hvaða hætti megi tryggja áframhaldandi þróun þess. Í nefndinni sitja fulltrúar frá aðildarfélögum BSRB, SGS og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum kynntu st…
25. september 2012
Starfsmenn SGS á Norðurlandi
Í lok vikunnar sækja tveir nýráðnir starfsmenn Starfsgreinasambandsins Norðurland heim, þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri og Árni Steinar Stefánsson sérfræðingur. Á fimmtudag verður Eining-Iðja á Akureyri heimsótt og um kvöldið verða Drífa og Árni gestir á stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundi Framsýnar á Húsavík. Föstudaginn 28. september heimsækja þau svo Verkalýðsfélags Þórshafnar. Fundirnir…
24. september 2012
Nýr vefur SGS í loftið
Vefur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur nú verið opnaður í nýrri og endurbættri mynd. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum sem miða að því að  bæta þjónustu við alla þá sem eiga erindi við SGS. Lögð er áhersla á að upplýsingar á nýjum vef séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt. Á vefnum má m.a. nálgast ýtarlegar upplýsingar um erlend systursamtök SGS, umsagni…
12. september 2012
Þing ASÍ-UNG
Annað þing ASÍ-UNG fer fram föstudaginn næstkomandi, 14. september, í sal Rafiðnarskólans að Stórhöfða 27. Þingið munu sitja fulltrúar frá rúmlega 30 stéttarfélögum. Aðalumræðuefni þingsins verður húsnæðismál ungs fólks, en yfirskirft þingsins er: Húsnæði - mannréttindi ekki forréttindi. Ný vefsíða ASÍ-UNG mun líta dagsins ljós á meðan þinginu stendur en hún mun hafa það meginhlutverk að upplýsa u…