20. desember 2012
Desemberuppbót og fæðingarorlof
Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að í flestum kjarasamningum er skýrt kveðið á um það að eftir eins árs starf teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning orlofs- og desemberuppbóta. Nokkuð hefur borið á því að starfsfólk í fæðingarorlofi hafi ekki fengið desemberuppbót greidda og því vill SGS árétta framangreint.
Desemberuppbót skal greiða…
17. desember 2012
Laun um jólin
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:
aðfangadagur eftir kl. 12,
jóladagur,
gamlársdagur eftir kl. 12,
nýársdagur.
Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum s…
13. desember 2012
Auðveldast að fá vinnu á Íslandi
Í Svíþjóð búa hlutfallslega flestir af erlendum uppruna en á Íslandi eru hlutfallslega flestir af erlendum uppruna í vinnu. Þetta kemur fram í úttekt Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) sem greint var frá í Norrænu vefriti um atvinnumál (http://www.arbeidslivinorden.org). Í greininni kemur fram að hlutfall íbúa af erlendum uppruna er hæst í Svíþjóð eða 14% en lægst í Finnlandi eða…
11. desember 2012
Fésbókarsíðan Vinnan mín
Starfsgreinasamband Íslands hefur stofnað fésbókarsíðuna Vinnan Mín og mun þar miðla molum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði svo sem um orlof, veikindarétt, lágmarkskjör, kjarasamningsbundnar hækkanir, þjónustu stéttarfélaga og fleira. Kíkið á síðuna og látið hana berast um víddir fésbókarinnar: http://www.facebook.com/vinnanmin
6. desember 2012
Endurskoðun kjarasamninga rædd á formannafundi
Formannafundur Starfsgreinasambandsins var haldinn á Selfossi 4. desember síðastliðinn og litaðist hann eðlilega af uppsagnarákvæði kjarasamninga. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ hélt framsögu um hvaða forsendur kjarasamninga hefðu haldið og hverjar væru brostnar. Þá fór hann yfir hvernig kjör hefðu þróast á þessu samningstímabili. Ljóst er að forsendur eru fyrir endurskoðun kjarasamni…