6. maí 2013
Góðir gestir frá Norrænum samtökum starfsfólks í byggingariðnaði
Síðustu daga hafa formaður og framkvæmdastjóri Norrænu samtaka starfsfólks í byggingariðnaði (NBTF) heimsótt Ísland en SGS er aðili að þeim samtökum ásamt Samiðn og Rafiðnaðarsambandinu. Þeir Johan Lindholm og Per Skau hafa kynnt sér verkalýðsmál hér á landi, skipst á upplýsingum um kjarasamningsviðræður við aðildarfélögin, rætt lagasetningu og sameiginleg norræn hagsmunamál launafólks. Svía…
3. maí 2013
Öflugar ræður á baráttudegi verkalýðsins
Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur um allt land 1. maí og voru hátíðarhöldin víðast hvar mjög vel sótt og dagskráin fjölbreytt. Fjölmargar ræður voru fluttar í tilefni dagsins þar sem ræðumenn rifjuðu m.a. upp þann árangur sem verkalýðshreyfingin hefur áorkað í gegnum tíðina. Auk þess voru ræðumenn duglegir við að minna ráðamenn landsins á mikilvægi þess að standa við gefin lofo…
29. apríl 2013
Baráttudagur verkalýðsins um allt land
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga á 34 stöðum um allt land 1. maí. Dagskráin er jafn fjölbreytt og félögin eru mörg en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að mæta, fagna áunnum réttindum o…
26. apríl 2013
Ferðaþjónustan festir sig í sessi
Í nýútkominni skýrslu Ferðamálastofu um ferðaþjónustuna á Íslandi er staðfest aukning á ferðamönnum til landsins milli ára. Hlutfall ferðaþjónustu í gjaldeyristekjum er orðið 23,5% og hefur farið stigvaxandi síðustu þrjú árin. Ferðaþjónustan aflar um 237.707 milljarða í þjóðarbúið og nær 20% fleiri ferðamenn komu til landsins 2012 en árið áður. Ferðaþjónustan er því orðin stór hluti af okkar lífsv…
23. apríl 2013
Launamunur kynjanna mestur í fjármálastarfsemi og framleiðslu
Í nýrri skýrslu Hagstofunnar um launamun kynjanna kemur í ljós að hann er langmestur innan fjármálastarfsemi (34,3%) en næst koma framleiðslugreinarnar með 23,5% launamun. Þess skal getið að þetta er heildarlaunamunur kynjanna áður en leiðrétt er fyrir starfi, menntun, aldri, starfsaldri og fleiri skýringaþáttum sem yfirleitt eru notaðir til að fá fram óútskýrðan launamun kynjanna. Þetta eru…