8. nóvember 2022
Fræðsludagur félagsliða haldinn 23. nóvember
Þann 23. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Fosshótel í Reykjavík, en þetta er í sjöunda skipti sem fræðsludagurinn er haldinn. Hann var fyrst haldinn á Akureyri haustið 2014 og svo árlega fram til ársins 2019, en hefur hins vegar ekki farið fram síðastliðinn tvö ár vegna Covid.
3. nóvember 2022
Nýr stofnanasamningur undirritaður við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þjóðgarðinn á Þingvöllum
Fulltrúar Starfsgreinasambandsins undirrituðu í dag nýjan stofnanasamning við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
28. október 2022
Fyrsti fundur SGS og LÍV með SA
Líkt og áður hefur komið fram þá ákváðu stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Starfsgreinsamband Íslands (SGS) og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV), að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning.
25. október 2022
LÍV og SGS saman í kjaraviðræður
Stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinsamband Íslands, hafa ákveðið að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Samstarfið nær til hátt í 90 þúsund einstaklinga sem starfa á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga.
6. október 2022
45. þing Alþýðusambands Íslands
Þrjú hundruð fulltrúar frá tæplega 50 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 45. þingi ASÍ dagana 10.-12. október næstkomandi, en þingið verður að þessu sinni haldið á Hótel Nordica í Reykjavík. Starfsgreinasambandið á 121 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins.