25. febrúar 2014
Upplýsingar um atkvæðagreiðslur
Þau félög sem undirrituðu nýjan kjarasamning í febrúar og leggja hann fyrir félagsmenn í atkvæðagreiðslu eru: Aldan í Skagafirði, Báran í Árborg, Drífandi í Vestmannaeyjum, Efling í Reykjavík, Eining-Iðja í Eyjafirðinum, Framsýn á Húsavík, Samstaða á Blönduósi, Stéttarfélag Vesturlands í Borgarfirðinum, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómanna…
24. febrúar 2014
Allt um kjarasamningana
Í desember sl. voru samningar undirritaðir og samþykktir af þessum félögum: Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Afl-Starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis. Desember-samningarnir fólust í stuttu máli í eftirfarandi atriðum:
- 1. janúar 2014 hækkuðu laun um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað…
20. febrúar 2014
13 félög innan SGS hafa undirritað nýjan kjarasamning
Í atkvæðagreiðslu um kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember felldu 14 félög af 19 félögum SGS samningana. Þessi félög hafa síðan átt í áframhaldandi viðræðum við SA nokkur saman eða hvert í sínu lagi og hafa þau nú undirritað sáttatillögu ríkissáttasemjara.
Með samningnum fær launafólk þær hækkanir sem um var samið í desember-samningnum, þ.e. einn launaflokk og 8.000 króna hækkun auk 2,…
10. febrúar 2014
Styttist í Nordisk forum
Nú styttist óðum í ráðstefnuna Nordisk forum sem haldin verður í Malmö í byrjun júní. Á ráðstefnunni koma saman konur frá öllum Norðurlöndunum til að ræða jafnréttismál og framtíðina. Í þau tvö skipti sem ráðstefnan hefur verið haldin hafa Íslenskar konur ekki látið sitt eftir liggja. Starfsgreinasambandið hefur tekið saman upplýsingar fyrir áhugasamar konur en konur eru hvattar til að hafa samban…
7. febrúar 2014
Ályktun formannafundar SGS um ábyrgð atvinnurekenda og hins opinbera
Formannafundur SGS, sem nú stendur yfir, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:
Formannafundur Starfsgreinasambandsins lýsir áhyggjum af stöðunni á vinnumarkaði. Stór hluti aðildarfélaga SGS felldi þá samninga sem undirritaðir voru í desember síðastliðnum og engar formlegar viðræður eru hafnar við fulltrúa fjármálaráðuneytisins vegna samninga SGS og ríkisins sem runnu út um síðustu mánaðarmót. …