7. febrúar 2014
Ályktun formannafundar SGS um ábyrgð atvinnurekenda og hins opinbera
Formannafundur SGS, sem nú stendur yfir, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Formannafundur Starfsgreinasambandsins lýsir áhyggjum af stöðunni á vinnumarkaði. Stór hluti aðildarfélaga SGS felldi þá samninga sem undirritaðir voru í desember síðastliðnum og engar formlegar viðræður eru hafnar við fulltrúa fjármálaráðuneytisins vegna samninga SGS og ríkisins sem runnu út um síðustu mánaðarmót. …
4. febrúar 2014
Næstu skref í kjaraviðræðunum
Þau félög sem felldu fyrirliggjandi kjarasamninga fara nú sjálf með umboð til kjaraviðræðna. Þau hafa verið boðuð hvert í sínu lagi á samningafund hjá ríkissáttasemjara í dag, 4. febrúar. Margar skýringar eru á því af hverju félagar í 14 aðildarfélögum SGS felldi samningna. Það er þó ljóst að með því að fella samningana var töluverður hluti verkafólks að lýsa þeirri skoðun sinni að ábyrgðin á stöð…
28. janúar 2014
Kristján Bragason ráðinn framkvæmdastjóri NU-HRCT
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Kristján Bragason, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norrænna samtaka starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og ferðaþjónustu. Sjö landssambönd á Norðurlöndunum eiga aðild að samtökunum og eru félagsmenn um 115.000 talsins. NU-HRCT er eitt af þeim norrænu félögum sem SGS á aðild að með virkri þátttöku. Samtökin eru…
22. janúar 2014
Niðurstöður atkvæðagreiðslu meðal félaga SGS
Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa nú lokið talningu vegna kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. desember síðastliðinn. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fór með umboð fyrir 16 þessara félaga en Flóabandalagið (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) samdi sér og birti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar saman. Alls samþykktu 5 af 19 félögum innan S…
22. janúar 2014
5 félög búin að samþykkja, 11 félög hafa fellt
Niðurstöður hafa nú borist í atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga frá öllum aðildarfélögum sem SGS fór með umboð fyrir. Af þeim 16 félögum sem eru búin að telja samþykktu 5 þeirra samningana en 11 félög felldu þá. Í flestum félögum var viðhöfð póstatkvæðagreiðsla en á nokkrum stöðum var haldinn kjörfundur. Báran á Selfossi var með rafræna kosningu.  Kosningaþátttaka hjá þessum 16 félögum var 28,…