23. apríl 2014
Nýr kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf. vegna sumarhótela
Starfsgreinasamband Íslands og Flugleiðahótel ehf. undirrituðu í dag nýjan kjarasamnings sem tekur til starfsfólks á Edduhótelum sem vinna eftir hlutaskiptakerfi. Samningurinn kemur til viðbótar kjarasamningi aðila frá 22. júní 2011 og tekur mið af breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 21. desember 2013 ásamt sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20…
23. apríl 2014
Ríkissamningurinn samþykktur
Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við Starfsgreinasambands Íslands. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%.
Í samkomulaginu felst launahækkun um að lág…!--more-->
9. apríl 2014
Undirbúningur póstatkvæðagreiðslu
Í gær (8. apríl) sendi Starfsgreinasambandið út kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu um nýtt samkomulag við ríkið. Kjörstjórn mætti á skrifstofu sambandsins í gær í þeim tilgangi að senda kjörgögnin út og það tókst með skipulagðri og góðri vinnu kjörstjórnar og starfsmanna. Á kjörskrá eru tæplega 1.000 manns og munu þessir sömu einstaklingar fá kjörgögnin í hendurnar á næstu dögum. SGS hvetur að sjálfsö…
7. apríl 2014
Kynningarefni vegna samkomulags við ríkið
Starfsgreinasambandið hefur útbúið kynningarefni í framhaldi af undirritun samkomulags SGS við ríkið frá 1. apríl sl. Í kynningarefninu má m.a. finna upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Upplýsingarnar eru á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku.
Kynningarefni vegna samkomulags við ríkið.[hr toTop="false" /]
4. apríl 2014
Lækkun í heilbrigðiskerfi frekar en á áfengi og tóbaki
Starfsgreinasamband Íslands hefur sent umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um gjaldskrárlækkanir. Í umsögninni er lögð áhersla á að breyta lækkununum þannig að þær komi frekar fram í lægri kostnaði við heilbrigðisþjónustu heldur en til dæmis í áfengi og tóbaki. Alls er óvíst að skattalækkanir á slíka þætti skili sér en lækkun gjaldskrár í heilbrigisþjónustu skilar sér beint til þeirra sem hel…