15. maí 2014
Starfsmenn skyndibitastaða efna til mótmæla um allan heim
Starfsmenn skyndibitastaða víðsvegar um heiminn hafa lengi búið við bág launakjör og erfiðar vinnuaðstæður og víða er raunin sú að starfsmenn skyndibitastaða geta ekki lifað af launum sínum til að framfæra fjölskyldum sínum nema með annari vinnu eða mikilli yfirvinnu. Þar fyrir utan einkennist þessi starfsstétt af fáum risavöxnum keðjum sem skila gríðarlegum hagnaði - hagnaði sem skilar sér ekki t…
14. maí 2014
Ályktanir aðalfundar Félags íslenskra félagsliða
Félag íslenskra félagsliða hélt sinn 11. aðalfund þann 5. maí sl. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:
Aðalfundur Félags íslenskra félagsliða 5. maí 2014 skorar á samninganefnd Sambands Íslenskra sveitarfélaga að viðurkenna menntun og störf félagsliða í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Félagsliðar hafa undanfarin ár lagt áherslu á að menntun þeirra sé viðurkennd til launa og stö…
9. maí 2014
Verkafólk hífir upp tekjurnar með yfirvinnu
Í nýjum Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem komu út 8. maí er fjallað um laun starfsstétta á almennum vinnumarkaði 2013. Verkafólk var með lægstu reglulegu launin árið 2013 í samanburði við aðrar starfsstéttir. Tæplega 90% verkafólks voru með regluleg laun undir 400 þúsund krónum að meðaltali á mánuði, en regluleg laun eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vakt…
6. maí 2014
Loftslagsbreytingar og almannahagur
Eitt af mikilvægustu málefnum dagsins í dag eru loftlagsbreytingar af mannavöldum og neikvæðar afleiðingar þeirra fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisbreytingar hafa víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf framtíðarinnar og lífskjör almennings. Alþjóðlegur samtakamáttur er eina leiðin til að vinna gegn þessari þróun og þar hefur verkalýðshreyfingin mikilvægu hlutverki að gegna.
Umhverfisnefnd ASÍ ef…!--more-->
29. apríl 2014
1. maí - barátta og hátíð um allt land
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land 1. maí. Dagskráin er jafn fjölbreytt og félögin eru mörg en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að mæta, fagna áunnum réttindum og brýna sig…