20. nóvember 2014
Desemberuppbót 2014
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsmönnum sínum desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Hér að neðan gefur að líta upphæðir desemberuppbótar fyrir árið 2…
19. nóvember 2014
Þing EFFAT
4. þing EFFAT, evrópskra samtaka launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði fer fram dagana 20.-21. nóvember næstkomandi og er þingið haldið í Vínarborg í Austurríki. Að þessu sinni verður kastljósinu beint að þeim skelfilegu áhrifum sem fjármálakreppan hefur haft á lífs- og starfsskilyrði launafólks víðsvegar um Evrópu. Þingfulltrúum er jafnframt ætlað að móta stefnu samtakanna næstu fimm…
14. nóvember 2014
Vel heppnaður fræðslufundur
Í gær stóðu Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Samtök Fiskvinnslustöðva (SF) fyrir fræðslufundi um afkastahvetjandi launakerfi í fiskvinnslum. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsakynnum Einingar-Iðju á Akureyri. Fundinn sóttu rúmlega 10 trúnaðarmenn sem starfa í fiskvinnslum á Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki og víðar. Áður höfðu sambærilegir fundir verið haldnir bæði í Vestmannaeyjum og í R…
11. nóvember 2014
Félagsliðafundur á Akureyri
Félagsliðar í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hittust á Akureyri mánudaginn 10. nóvember til að ræða sameiginleg hagsmunamál og njóta fræðslu. Fræðsludaginn sátu félagsliðar af öllu landinu auk þess sem fjarfundarbúnaður var nýttur fyrir félagsliða í Höfn í Hornafirði. Mikil ánægja var með daginn og skýr skilaboð komu frá félagsliðum til stéttarfélaganna um áherslumál næstu árin. Eitt stærs…
5. nóvember 2014
Nóg um að vera í fræðslumálum í nóvember
Það má með sanni segja að nóg sé um að vera í fræðslumálum innan SGS um þessar mundir, en nú í nóvember stendur sambandið fyrir alls fimm námskeiðum og fræðslufundum af ýmsum toga. Síðastliðinn mánudag hélt SGS, í samstarfi við Samtök fiskvinnslustöðva (SF), námskeið vegna afkastahvetjandi launakerfa í fiskvinnslum, en námskeiðið sóttu bæði trúnaðarmenn fiskvinnslufyrirtækja og starfsmenn aðildar…