21. janúar 2015
Atvinnuþátttaka mælist 80%
Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem gerð var í desember sl., mældist atvinnuþátttaka hér á landi 80%. Það þýðir að af þeim 183.700 manns sem voru að jafnaði á vinnumarkaði voru 175.800 af þeim starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist því 4,3%. Atvinnuþátttaka Íslendinga hefur minnkað um 0,8% ef miðað er við sama tíma fyrir ári síðan, en atvinnuleysi mi…
16. janúar 2015
Formenn aðildarfélaga SGS gefa tóninn fyrir komandi kjarasamninga
Formenn aðildarfélaga SGS hafa að undanförnu látið vel í sér heyra í hinum ýmsu fjölmiðlum í þeim tilgangi að gefa tóninn fyrir komandi kjarasamningsviðræður og leggja mat sitt á stöðuna sem upp er komin á íslenskum vinnumarkaði. Fjöldi frétta, viðtala og greina hafa birst í héraðsmiðlum og víðar að undanförnu þar sem formenn félaganna hafa látið skoðanir sínar í ljós. Hér að neðan má nálgast hlu…
16. janúar 2015
Félagsfundir um allt land – launakröfur mótaðar
Aðildarfélög innan SGS eru nú í óða önn við að móta launakröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga, en samningar á almennum vinnumarkaði renna út 28. febrúar næstkomandi. Að undanförnu hafa félögin boðað til fjölda félags- og kjaramálafunda á sínum félagssvæðum og eru fleiri fundir fyrirhugaðir á næstu dögum. Fundirnir hafa almennt verið vel sóttir sem gefur sterka vísbendingu um að hugur er í verk…
13. janúar 2015
Neytendur hvattir til að vera á verði
Starfsgreinasambandið vill minna íslenska neytendur á  vefsíðuna www.vertuaverdi.is. Síðuna er hægt að nýta til koma áleiðis ábendingum um óeðlilegar verðhækkanir eða verslanir sem virðast ekki vera að bregðast rétt við breytingum á virðisaukaskatti og vörugjöldum.
6. janúar 2015
Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á að um áramótin tóku gildi nýir kauptaxtar hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögunum. Nýju kauptaxtana er finna hér.