18. desember 2014
SGS hafði sigur í Félagsdómi í máli gegn Vísi hf.
Félagsdómur hefur kveðið upp dóm í máli Alþýðusambandsins, f.h. SGS vegna Framsýnar stéttarfélags gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Vísis hf. Tildrög málsins eru þau að Vísir hf., sem hefur rekið fiskvinnslur á fjórum stöðum á landinu, Grindavík, Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri tók í mars sl. ákvörðun um að flytja alla fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur. Fyrirtækið greindi frá þessu opinbe…
12. desember 2014
Formannafundur SGS haldinn í dag
Í dag, föstudaginn 12. desember, heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram í Reykjavík. Um er að ræða fjórða formannafund SGS í ár, en til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS, alls 19 talsins. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna málefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsmatskerfið og niðurstöður launaúttektar. Þá mun Ber…
8. desember 2014
SGS flytur í nýjar skrifstofur
Í lok nóvember flutti Starfsgreinasambandið sig um set í nýjar skrifstofur í nýrri viðbyggingu við Guðrúnartún 1, en framkvæmdir á viðbyggingunni hafa staðið yfir frá því sumarið 2013. Í nýja skrifstofurýminu eru fimm skrifstofur og þar af á Starfsgreinasambandið fjórar. Í nýja rýminu má auk þess finna nýjan og glæsilegan fundarsal sem mun eflaust nýtast vel í framtíðinni. Eins og áður sagði þá ha…
4. desember 2014
Þing Sjómannasambands Íslands: Ræða framkvæmdastjóra SGS
29. þing Sjómannasambands Íslands fer fram dagana 4. og 5. desember 2014 á Grand Hótel Reykjavík. Meðal gesta á þinginu er Drífa Snædal, en hún flutti erindi á þinginu í dag. Erindið í heild seinni má lesa hér að neðan. Ágætu þingfulltrúar, Það er mér mikill heiður og ánægja að fá að ávarpa ykkur á þessum vettvangi enda er það hátíð þegar launafólk kemur saman til að ræða stöðu sína og hvernig m…
4. desember 2014
Miðstjórn ASÍ sendir ríkisstjórninni kaldar kveðjur
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir vonbrigðum með framkomnar tillögur stjórnarmeirihlutans við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2015. Lítið er komið til móts við þá miklu og hörðu gagnrýni sem miðstjórn Alþýðusambandsins og aðildarsamtök ASÍ settu fram í haust. Það eru því kaldar kveðjur sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi sendir launafólki í aðdraganda kjarasam…