10. febrúar 2015
Fylgist með á "Vinnan mín"
Starfsgreinasambandið hefur, frá árinu 2013, haldið úti Fésbókarsíðunni "Vinnan mín" til að miðla upplýsingum um kjara- og réttindamál til launafólks. Á næstunni mun SGS hins vegar nota síðuna í öðrum tilgangi, þ.e. til að upplýsa almenning um gang mála í kjarasamningaviðræðum. Á síðunni verða m.a. birtar vísanir í áhugaverðar fréttir, greinar og pistla sem og upplýsingar um mikilvægar dagsetninga…
9. febrúar 2015
Kröfur verkafólks ógna ekki stöðugleikanum
Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, ritaði grein í Víkurfréttir í síðustu viku undir yfirskriftinni "Kröfur verkafólks ógna ekki stöðugleikanum". Í greininni skorar Magnús m.a. á atvinnurekendur í Grindavík að láta í sér heyra - hann efist um að þeir séu sömu skoðunar og forysta Samtaka atvinnulífsins hvað varðar kröfugerð SGS.
...
Það þurfti ekki að bíða lengi eftir hörð…
9. febrúar 2015
Ætlum við að sækja fram eða lepja dauðann úr skel?
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, birti skýra og skorinorta grein sl. föstudag þar sem hann skýtur m.a. föstum skotum á láglaunastefnu forsvarsmanna atvinnurekenda. Greinina í heild sinni má lesa hér að neðan.
...
Vilja félagsmenn í Verk Vest sætta sig við 3 – 4% launahækkanir eins og Samtök atvinnulífsins hafa boðið eða vilja félagsmenn fylkja sér um réttmætar kröf…
8. febrúar 2015
Fyrirmyndarþjóðfélagið Ísland
Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags, skrifaði nýlega grein þar sem hún gerir kröfugerð Starfsgreinasambandsins og viðbrögð Samtaka atvinnulífsins við henni að umfjöllunarefni, Greinina má lesa hér að neðan.
Stundum er sagt að gott sé að trúa á sjálfan sig, en sannfærast samt sem áður ekki of fljótt. Þetta ágæta heilræði rifjaðist upp fyrir mér eftir að forysta Samtaka atvin…
6. febrúar 2015
Góður fundur í Grindavík - mikill hugur í félagsmönnum
Í gærkvöldi stóð Verkalýðsfélag Grindavíkur fyrir félagsfundi í húsakynnum félagsins. Það var býsna þétt setið í sal verkalýðsfélagsins en rúmlega 50 manns mættu á fundinn. Sérstakir gestir voru þau Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS og Árni Steinar Stefánsson, sérfræðingur SGS. Formaður félagsins, Magnús Már Jakobsson, opnaði fundinn og í framhaldinu hélt Drífa kynningu þar sem hún fór yfir stöðu…