17. apríl 2015
Árangurslaus fundur: Engar tilllögur frá SA
Samningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk í dag í húsnæði sáttasemjara án árangurs. Fundurinn hófst 10 í morgun en stóð í skamman tíma og samninganefnd SGS yfirgaf húsið án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum í farteskinu. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur á mánudag en náist ekki að semja hefst verkfall hjá þúsundum verkafólks þann 30. apríl. Me…
15. apríl 2015
Starfsfólk skyndibitastaða mótmælir í dag
Í dag, 15. apríl, boða starfsmenn skyndibitastaða í Bandaríkjunum til viðamikilla verkfalla og mótmæla til að krefjast þess að tímakaup á skyndibitastöðum í Bandaríkjunum verði að lágmarki 15 dollarar, eða jafnvirði rúmlega 1.700 króna. Hingað til hafa atvinnurekendur ekki viljað koma til móts við kröfur starfsfólksins og sagt kröfuna vera óraunhæfa. Þúsundir starfsmanna í meira en 200 borgum víð…
14. apríl 2015
Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar
Þann 8. júní næstkomandi stendur Starfsgreinasamband Íslands ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum fyrir norrænni ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura og má skrá sig til leiks fyrir 20. apríl 2015. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum og aðferðum til að auka vitund og vinna gegn staðalmynd…
13. apríl 2015
Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin
Rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst kl. 08:00 í morgun og mun hún standa til miðnættis þann 20. apríl nk. Um er að ræða verkfallsboðun vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hv…
9. apríl 2015
Skipuleggja harðari aðgerðir
Starfsgreinasambandið (SGS) hefur tilkynnt um víðtækar verkfallsaðgerðir sem bresta munu á í lok þessa mánaðar og í maímánuði, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Um er að ræða harðari og umfangsmeiri aðgerðir en áður höfðu verið kynntar en í stað staðbundinna vinnustöðvana þá hefjast allsherjarverkföll. Aðgerðirnar ná til yfir 10 þúsund félagsmanna aðildarfélaga SGS og munu hafa mikil áhri…