3. júní 2015
Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar finna má hinar ýmsu gagnlegu upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning SGS og SA. Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins á íslensku, ensku og pólsku, glærukynningu, kynningarbækling, upplýsingar um atkvæðagreiðslu o.fl. Fara á upplýsingasíðu SGS um kjarasamninga.
29. maí 2015
Meginkröfur í höfn
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Órofa samstaða og kraftur félagsmanna í aðildarfélögum Starfsgrein…
29. maí 2015
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í 11 liðum til að greiða fyrir kjarasamningum en stefnt er að undirritun samninga Starfsgreinasambandsins, Flóabandalagsins og verslunarmannafélaganna við SA milli klukkan 14 og 15 í dag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er svohljóðandi: Aðgerðir í 11 liðum vegna kjarasamninga
  • Breytingar á tekjuskatti leiða til hækkunar á ráðstöfunartekjum allra launþega
  • Heildar…
27. maí 2015
SGS frestar verkföllum - viðræður hafnar
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna. Frestun verkfalla…
26. maí 2015
SGS er ekki búið að fresta verkföllum
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að Starfsgreinasamband Íslands hefur ekki átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins síðustu daga og er ekki hluti af því ferli sem verður til þess að Flóabandalagið, VR, LÍF og StéttVest ákveða að fresta verkfalli. Starfsgreinasambandið hefur því ekki tekið neina ákvörðun um að fresta verkfalli sem fyrirhugað er 28. og 29. maí né ótímabundnu verkfalli þann 6. jú…