14. október 2015
Fimmta þing SGS hefst í dag
Í dag og á morgun, 14. og 15. október, fer fimmta reglulega þing Starfsgreinasambands Íslands fram á Hótel Natura í Reykjavík, en yfirskrift þingsins að þessu sinni er "Sterkari saman í 15 ár". Þegar formaður Starfsgreinasambandsins og Einingar-Iðju, Björn Snæbjörnsson, hefur sett þingið munu þau Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flytja ávörp.…
14. október 2015
Afmælismálþing SGS
Óhætt er að segja að í bland við hátíðleika á afmælismálþingi SGS hafi farið fram gagnrýnin umræða um hlutverk og ásýnd verkalýðshreyfingarinnar, erindi hennar í dag og baráttuna við að fá ungt fólk til liðs við hreyfinguna.
Starfsgreinasambandið hélt uppá 15 ára afmæli sitt með málþingi í gær, 13. október, sem var allt í senn skemmtilegt, gagnrýnið og fróðlegt. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur…
12. október 2015
SGS fagnar 15 ára afmæli
Þann 13. október fagnar Starfsgreinasamband Íslands fimmtán ára afmæli sínu. Blásið verður til málþings á Hotel Natura klukkan eitt á afmælisdaginn, þar verður litið yfir farinn veg og spáð í framtíðina. Um kvöldið munu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS ásamt gestum fagna með hátíðarkvöldverði. Fimmta reglulega þing SGS hefst svo þann 14. október og stendur í tvo daga. Á dagskrá verða hefðbundin þi…
7. október 2015
Samningur við ríkið undirritaður
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu samning við samninganefnd ríkisins í dag (7. október 2015), vegna starfsfólks aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum. Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor og gildir hann frá 1. maí síðastliðnum. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann 1. júní árið 2016 hækka laun um 5,5%,…
5. október 2015
34. þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram um helgina
Tæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu 34. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mætti á þingið og flutti gott erindi um stöðuna í húsnæðismálum. Róbert Farestveit, hagfræðingur frá ASÍ, og Marinó G. Njálsson, master í verkfræði og aðgerðarannsóknum, héldu fyrirlestra þar…