11. september 2015
SGS gagnrýnir breyttar forsendur kjarasamninga
Svohljóðandi ályktun var samþykkt á formannafundi SGS á Egilsstöðum föstudaginn 11. september 2015. Formannafundur SGS haldinn á Egilsstöðum 11. september 2015 telur brýnt  að endurmeta forsendur þeirra kjarasamninga á almenna markaðnum sem undirritaðir voru í maí síðastliðnum í ljósi niðurstöðu gerðardóms. Dómurinn setur ný viðmið á vinnumarkaði sem eru í verulegu ósamræmi við þau viðmið sem sam…
9. september 2015
Formannafundur SGS á Egilsstöðum
Dagana 10. og 11. september heldur Starfsgreinasambandið formannafund og verður hann að þessu sinni haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Ýmis mál eru á dagskrá fundarins, m.a. umræða stöðuna á kjara- og samningamálum, nýlegar niðurstöður gerðardóms og undi…
3. september 2015
Nýr samningur við Landssamband smábátaeigenda
Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband smábátaeigenda hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.Viðræður hafa staðið yfir frá því í sumar og eftir nokkuð strangar viðræður undanfarnar vikur náðu samningsaðilar loks saman í gær. Á fundi framkvæmdastjórnar SGS sem f…
3. september 2015
86,4% launafólks aðilar að stéttarfélagi árið 2014
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru 86,4% launafólks, eða 134.200 manns, aðilar að stéttarfélagi árið 2014. Um 8% sögðust ekki vera aðilar að stéttarfélagi og 5,6% tóku ekki afstöðu eða vissu ekki hvort þeir væru aðilar að stéttarfélagi. Þegar litið er til aldurs þá eru 89,2% launafólks á aldrinum 25 til 54 ára aðilar að stéttarfélögum og 90,3% 55 til 74 ára. Þátttakan er hins veg…
28. ágúst 2015
Atvinnuþátttaka 84,3%
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, fyrir 2. ársfjórðung 2015, voru að jafnaði 196.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði sem jafngildir 84,3% atvinnuþátttöku. Frá öðrum ársfjórðungi 2014 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 6.400 og atvinnuþátttakan aukist um 1,1 prósentustig eða úr 83,1%. Atvinnuþátttaka kvenna var 81% en karla 87,5%. Borið saman við sama ársfjórðung 2014 þá var…