19. október 2015
Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkið  hefst kl. 09:00 miðvikudaginn 21. október og stendur til miðnættis fimmtudaginn 29. október nk. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags. Til…
16. október 2015
Samningur við Landsvirkjun samþykktur
Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar sem undirritaður var 24. september síðastliðinn var samþykktur með 96% greiddra atkvæða. Samningurinn var lagður fyrir í póstatkvæðagreiðslu og lauk henni 16. október 2015. 23 starfsmenn voru á kjörskrá og kusu 17 af þeim, sem sagt 74% kjörsókn. Já sögðu 16 og nei sagði einn. Samningurinn telst því samþykktur og gildir hann afturvirkt frá 1.…
15. október 2015
Fimmta þingi SGS lokið
Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við bar…
14. október 2015
Þing SGS lýsir yfir stuðningi við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi
Þing Starfsgreinasambands Íslands haldið á Hótel Natura dagana 14. og 15. október 2015 lýsir fullum stuðningi við aðgerðir starfsfólks RIO Tinto í Straumsvík. Barátta þeirra er birtingamynd stærri baráttu gegn verktöku og starfsmannaleigum. Það er grundvallarkrafa verkalýðshreyfingarinnar að launafólk sé með kjarasamninga sem standast ákvæði á íslenskum vinnumarkaði og að þeir séu virtir. Tilrauni…
14. október 2015
Fimmta þing SGS sett - ræða formanns
Fimmta reglulega þing Starfsgreinasambands Íslands var sett kl. 10 í morgun með ræðu Björns Snæbjörnssonar, formanns sambandsins. Ræða Björns fer hér á eftir. ... Félags- og húsnæðismálaráðherra, forseti ASÍ, kæru gestir og ágætu þingfulltrúar. Ég býð ykkur velkomin til fimmta þings Starfsgreinasambands Íslands og óska okkur öllum til hamingju með afmælið.  Fimmtán árum eftir stofnun Starfsgre…