28. október 2015
Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál
Formannafundur ASÍ sem nú stendur yfir samþykkti rétt í þessu eftirfarandi ályktun um kjaramál:
...
Formannafundur ASÍ lýsir yfir áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála. Skortur á samstöðu, órói og átök hafa einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013 var hafnað. Síðan þá hefur hver hópur á vinnumarkaði farið fram og…
28. október 2015
Samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga í höfn
Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í gær undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum.…
28. október 2015
Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið lýkur á morgun
Vert er að minna á að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við ríkið lýkur á miðnætti á morgun, fimmtudaginn 29. október. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan er með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofu síns stéttarfélags.
Til að greiða at…
23. október 2015
Launavísitalan hefur hækkað um 8,2% sl. 12 mánuði
Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan í september 2015 um 1,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,2%. Þá hækkaði kaupmáttur launa um 1,6% frá fyrri mánuði og hefur vísitala kaupmáttar launa því hækkað um 6,2% síðustu tólf mánuði. Nánar á vef Hagstofunnar.
Um launa- og kaupmáttarvísitölu
Launavísitala er verðvísitala sem byggir á gögnum ú…!--more-->
22. október 2015
Atvinnuleysi mældist 3,8% í september
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 188.400 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í september 2015, sem jafngildir 81,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 181.300 starfandi og 7.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir september 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttak…