24. nóvember 2015
Desemberuppbót 2015
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Hér að neðan gefur að líta upphæðir desemberuppbótar fyrir árið 201…
24. nóvember 2015
Áttin - ný vefgátt
Nú í nóvember opnaði ný vefgátt - Áttin, sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum. Um er að ræða sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.
Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins hafa lengi óskað eftir einfaldara kerfi og greiðari leið fyrir þau til að sækja í fræðslu- og starfsmenntasjóði. Þau fyrirtæki þar sem starfsmanna…!--more-->
23. nóvember 2015
Fundur með Vinnueftirlitinu vegna vinnustaðaeftirlits
Fulltrúar Alþýðusambands Íslands áttu fund með Vinnueftirlitinu (VER) síðastliðinn föstudag til að ræða samstarf og upplýsingamiðlun á milli ASÍ og Vinnueftirlitisins vegna eftirlits með starfsaðstæðum erlends starfsfólks.
Á fundinum kynntu fulltrúar Vinnueftirlitsins eftirlit stofnunarinnar með erlendu starfsfólki í mannvirkjagerð, fjölluðu um verkkaupaábyrgð, eftirlitsheimildir, þá þætti sem ei…
20. nóvember 2015
Nýr samningur við sveitarfélögin undirritaður
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á áttunda tímanum í kvöld, föstudaginn 20. nóvember. SGS undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Grindavíkur, V…
20. nóvember 2015
Reynt til þrautar að ná samningi við sveitarfélögin
Stíf fundarhöld um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið yfir undanfarna daga og standa enn. Fundir voru haldnir í Karphúsinu þar til á fjórða tímann síðastliðna nótt og í morgun hittist svo samninganefnd SGS til að taka stöðuna. Þegar þessi orð eru skrifuð standa vonir til þess að skrifað verði undir nýjan kjarasamning innan skamms. SGS mun flytja frekari fréttir…