4. janúar 2016
Gleðilegt ár!
Starfsgreinasamband Íslands óskar öllum landsmönnum gleðilegs árs og þakkar fyrir stuðninginn og samstarfið á síðasta ári. Árið 2015 var ár átaka á vinnumarkaði og Starfsgreinasambandið fór fyrir skýrri kröfu um að hækka lágmarkslaun þannig að þau næðu 300 þúsund krónum innan þriggja ára. Mörgum fannst krafan hógvær en engu að síður þurfti umfangsmestu átök síðari tíma til að ná þessu markmiði. Me…
22. desember 2015
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík  jól og von um ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en hægt er að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
21. desember 2015
Laun um jólin
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðir teljast:
  • aðfangadagur eftir kl. 12,
  • jóladagur,
  • gamlársdagur eftir kl. 12,
  • nýársdagur.
Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á öðrum frídögum sk…
14. desember 2015
Flóabandalagið samþykkti nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga
Flóbandalagið (Efling, Hlíf og VSFK) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða 93% atkvæða. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi: Já sögðu 1…
10. desember 2015
Er raunfærnimat fyrir þig?
Starfsgreinasambandið og aðildarfélög þeirra hvetja félagsmenn mjög áfram til að auka færni sína og menntun og er raunfærnimat einn mest spennandi kostur fyrir fólk sem vill láta meta reynslu í stað formlegrar menntunar. Við báðum IÐUNA fræðslusetur um að kynna starfsemi sína er varðar raunfærnimatið: IÐAN fræðslusetur býður upp á raunfærnimat fyrir þá sem ekki hafa lokið formlegri iðn- eða starf…