21. janúar 2016
KLUKK - tímaskráningarapp fyrir snjallsíma
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á nýju appi sem kallast Klukk, en um er að ræða tímaskráningarapp sem hjálpar launafólki að halda utan um sínar vinnustundir. Þannig má á auðveldan hátt nálgast yfirlit yfir unna tíma í mánuði og bera saman við greiddar vinnustundir á launaseðli og ganga þannig úr skugga um að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda. Í appinu getur þú klukkað þig inn …
15. janúar 2016
Framkvæmdastjórn SGS á ferð og flugi
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins hélt tveggja daga fund á Akureyri og Húsavík í vikunni, en um var ræða þriðja fund nýrrar framkvæmdastjórnar sambandsins sem kosin var á þingi SGS í október síðastliðinn. Alls sitja sjö í framkvæmdastjórn SGS, en auk stjórnarmanna tóku starfsmenn sambandsins þátt í fundinum, en þeir eru tveir. Á miðvikdaginn fór hópurinn í heimsókn í Útgerðarfélag Akureyri…
8. janúar 2016
Formannafundur SGS
Í dag, 8. janúar, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins og var mæting góð. Ýmis mál voru á dagsská fundarins að þessu sinni, m.a. erindi frá Ernu Bjarnadóttur, hagfræðingi Bændasamtaka Íslands um utanaðkomandi áhrif á matvælaframleiðslu, innfl…
8. janúar 2016
Allt um starfsmatið á nýrri heimasíðu
Nú eru aðgengileg svör við öllu sem þú vildir vita um starfsmatið en þorðir ekki að spyrja. Ef þú ert starfsmaður hjá sveitarfélagi og raðast í launaflokka út frá starfsmati er rétt að kynna sér þessa heimasíðu: http://www.starfsmat.is/. Á síðunni má finna almenna fræðslu um starfsmatið, forsendur fyrir því hvernig störf eru metin og hvaða ferli fer í gang þegar óskað er eftir endurmati á störfum.…
6. janúar 2016
Kennitöluflakk veldur miklu samfélagslegu tjóni
Alþýðusambandið fagnar þeirri umræðu sem skapast hefur í framhaldi af ábendingum ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um það mikla samfélagslega tjón sem skattaundanskot og þá ekki síst kennitöluflakkið veldur. Niðurstaða ríkisskattstjóra er að það vanti 80 milljarða á ári upp á þær skatttekjur sem umsvifin í þjóðfélaginu gefa tilefni til. Alþýðusamband Íslands hefur lengi gagnrýnt andvar…