16. febrúar 2016
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning hófst í morgun
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hófst kl. 8:00 í morgun og stendur hún til kl. 12 á hádegi 24. febrúar næstkomandi. Í gær, 15. febrúar, sendi ASÍ út kynningargögn um samninginn og atkvæðagreiðsluna í pósti og ættu þau að hafa borist öllum sem eru á kjörskrá á tímabilinu 16. - 19. febrúar. Í gögnunum er að finna lykilorð sem viðkomandi notar til að greiða atkvæði. Þ…
10. febrúar 2016
Vel heppnaðir fræðsludagar starfsfólks
Dagana 8. og 9. febrúar stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins og voru þeir að þessu sinni haldnir á Lækjarbrekku í miðbæ Reykjavíkur. Þetta var í þriðja skipti sem slíkir dagar voru haldnir. Mætingin var með besta móti en alls mættu 30 fróðleiksfúsir fulltrúar frá alls 14 félögum. Lagt var upp með að hafa dagskrána sem gagnlegasta og því var leita…
4. febrúar 2016
Atvinnuleysi mældist 3,1% á fjórða ársfjórðungi 2015
Á fjórða ársfjórðungi 2015 voru 189.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 183.300 starfandi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 81,6%, hlutfall starfandi mældist 79% og atvinnuleysi var 3,1%. Frá fjórða ársfjórðungi 2014 fjölgaði starfandi fólki um 5.300 og hlutfallið jókst um 1,5 prósentustig. Atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 1.800 manns og hlutfa…
2. febrúar 2016
Erlent starfsfólk í brennidepli
Það hefur varla farið fram hjá neinum að fjölgun útlendinga á íslenskum vinnumarkaði hefur verið mikil undanfarin misseri og er ekki fyrirséð hver sú fjölgun mun endanlega verða. Þessi mikla fjölgun hefur því miður haft í för með sér stöðugt vaxandi vanda vegna undirboða á vinnumarkaði og tíð brot á kjarasamningum. Upp hafa komið fjölmörg dæmi um erlent starfsfólk sem starfar hjá erlendum „þjónust…
21. janúar 2016
Nýr samningur undirritaður
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað nýjan samning sem felur í sér viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá árinu 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnu…