26. apríl 2016
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá um land allt
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig í stafrófsröð. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að fjölmenna!
12. apríl 2016
Öryggi ungs fólks í vinnunni verulega ábótavant
Í nýútkominni rannsókn á velferð og öryggi ungs fólks á vinnumarkaðnum kemur fram að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna í að koma í veg fyrir slys á ungu fólki. Í heildina er ungt fólk á vinnumarkaði í meiri hættu á að hljóta andlegan og líkamlegan skaða af vinnu heldur er eldra fólk. Ungu fólki á vinnumarkaði er sérstaklega hætt við slysum í landbúnaði, skógarvinnslu og fiskiðnaði. Fjöldi…
31. mars 2016
Skorað á heilbrigðisráðherra
Tuttugu og tvö stéttarfélög um allt land á almenna markaðnum og hjá hinu opinbera hafa skorað á heilbrigðisráðherra að löggilda starfsheitið félagsliði. Félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil en lítið hefur gengið. Löggilding félagsliða er ekki bara mikilvæg fyrir framgang stéttarinnar heldur ekki síst fyrir gæði þjónustu við þann vaxandi hóp sem þarf á aðsto…
31. mars 2016
Fræðsludagur félagsliða
Nær þrjátíu félagsliðar af öllu landinu hittust á Selfossi 30. mars til að bera saman bækur sínar, fræðast og fjalla um stöðu stéttarinnar. Félagsliðar eru vaxandi stétt en hafa því miður ekki notið þeirrar stöðu sem sjálfsögð er til dæmis með að löggilda starfsheitið félagsliði sem heilbrigðisstétt. Áskorun hefur verið send á heilbrigðisráðherra í kjölfar bréfaskipta og funda og eru bundnar vonir…
22. mars 2016
Mansal á vinnumarkaði – Handbók fyrir starfsfólk stéttarfélaga
Starfsgreinasamband Íslands hefur gefið út handbók um mansal á vinnumarkaði, en handbókinni er ætlað að auðvelda starfsfólki stéttarfélaga að þekkja mansal, geta greint það og ekki síst að upplýsa um hvert á að snúa sér þegar grunsemdir um mansal vakna. Í bókinni er m.a. að finna skilgreiningar á mansali sem og upplýsingar um helstu einkenni og vísbendingar um mansal á vinnustöðum eða meðal starfs…