21. júní 2023
Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur
Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 15. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 16.-21. júní.
16. júní 2023
SGS undirritar kjarasamning við ríkið
Eftir mikil fundarhöld undanfarna mánuði undirrituðu 18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 15. júní sl. og gildir samningurinn frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
30. maí 2023
SGS vísar kjaradeilu við ríkið til ríkissáttasemjara
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur einsýnt að ekki verði komist lengra í viðræðum við samninganefnd ríkisins vegna endurnýjunar kjarasamnings SGS og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem rann út 31. mars 2023.
26. maí 2023
Nýr samningur við NPA miðstöðina
Þann 9. maí síðastliðinn undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands og Efling stéttarfélag nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningurinn tekur til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks og gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
24. maí 2023
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2023
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.